Gísli Marteinn spáir nýjum stjórnmálaflokkum góðu fylgi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. maí 2015 22:23 Gísli segist taka fullan þátt í pólitík þrátt fyrir að vera ekki í framboði. Gísli Marteinn Baldursson telur að Píratar muni fá gott fylgi í næstu Alþingiskosningum og einnig þrír nýjir flokkar sem hann segir að muni skjóta upp kollinum á næstunni. Þetta sagði hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann telur að komið sé upp ákveðið tómarúm í stjórnmálum á Íslandi, fólk sé komið með leið á hefðbundnu og gömlu stjórnmálaflokkunum og það skýri aukið fylgi Pírata. „Fólk vill miklu frekar tala um málefni, það vill fókusera á einstaklinga og stjórnmálaflokkarnir heima hafa einhvern veginn engan veginn áttað sig á þessu.“Íslenskir stjórnmálaflokkar gamaldagsGísli, sem er nýútskrifaður frá Harvard, telur það undarlegt að stjórnmálaflokkar hér á landi hafi ekki áttað sig á því að breyta þurfi um aðferðir. „Fólk er komið með upp í kok af hefðbundnum stjórnmálaflokkum og þeim leiðum sem þeir nota,“ segir Gísli í viðtalinu. Hann vísar í landsfund Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og ályktanir sem sendar eru fjölmiðlum eftir slíka fundi. Slík vinnubrögð séu ekki til að ná eyrum almennings. „Ég held að Píratar muni fá ágætis fylgi í næstu kosningum. En ég held líka að hinir flokkarnir, eigum við að segja þrír, eigi eftir að fá mikið fylgi.“Fylgi Pírata viðvörun en enginn hlustar Nokkur umræða hefur skapast á Twitter um möguleika þess að fá nýja stjórnmálaflokka fram á sjónarsviðið. Gísli Marteinn heldur að fólk sé í leit. „Ég held að það sé líka mikilvægt að missa ekki trúnna á lýðræðið. Ég held að það sé besta leiðin sem við höfum ennþá.“ Besti flokkurinn vann eins og kunnugt er sigur í borgarstjórnarkosningunum árið 2010. „Það var nú aldeilis ákveðin viðvörun til hefðbundnu stjórnmálaflokkanna en þeir hlustuðu ekkert á hana. Svo kemur núna önnur viðvörun sem er þetta fylgi Píratana. Mér sýnist að þeir ætli líka bara að reyna að bíða það af sér og humma fram af sér.“ Gísli segist hins vegar sjálfur ekki ætla í framboð þegar hann kemur heim. „Ég ætla að vera virkur í umræðunni en ég ætla ekki í neitt framboð. Pólitík er bara svo miklu meira en það að vera í framboði einhvers staðar,“ bendir hann á og vísar til að mynda í pistla sína um hjólreiðar.Djörf spá: Ef @gislimarteinn myndi stofna frjálslyndan og nútímalegan hægriflokk myndi sá flokkur hiklaust fá 6+ sæti á þingi.— Árni Grétar Finnsson (@ArniGretar) May 11, 2015 Er það rétt sem maður heyrir að ungt, háskólamenntað fólk ætli að bjóða fram undir nafninu Reykjavíkurflokkurinn í næstu alþingis kosningum— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 24, 2015 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson telur að Píratar muni fá gott fylgi í næstu Alþingiskosningum og einnig þrír nýjir flokkar sem hann segir að muni skjóta upp kollinum á næstunni. Þetta sagði hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann telur að komið sé upp ákveðið tómarúm í stjórnmálum á Íslandi, fólk sé komið með leið á hefðbundnu og gömlu stjórnmálaflokkunum og það skýri aukið fylgi Pírata. „Fólk vill miklu frekar tala um málefni, það vill fókusera á einstaklinga og stjórnmálaflokkarnir heima hafa einhvern veginn engan veginn áttað sig á þessu.“Íslenskir stjórnmálaflokkar gamaldagsGísli, sem er nýútskrifaður frá Harvard, telur það undarlegt að stjórnmálaflokkar hér á landi hafi ekki áttað sig á því að breyta þurfi um aðferðir. „Fólk er komið með upp í kok af hefðbundnum stjórnmálaflokkum og þeim leiðum sem þeir nota,“ segir Gísli í viðtalinu. Hann vísar í landsfund Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og ályktanir sem sendar eru fjölmiðlum eftir slíka fundi. Slík vinnubrögð séu ekki til að ná eyrum almennings. „Ég held að Píratar muni fá ágætis fylgi í næstu kosningum. En ég held líka að hinir flokkarnir, eigum við að segja þrír, eigi eftir að fá mikið fylgi.“Fylgi Pírata viðvörun en enginn hlustar Nokkur umræða hefur skapast á Twitter um möguleika þess að fá nýja stjórnmálaflokka fram á sjónarsviðið. Gísli Marteinn heldur að fólk sé í leit. „Ég held að það sé líka mikilvægt að missa ekki trúnna á lýðræðið. Ég held að það sé besta leiðin sem við höfum ennþá.“ Besti flokkurinn vann eins og kunnugt er sigur í borgarstjórnarkosningunum árið 2010. „Það var nú aldeilis ákveðin viðvörun til hefðbundnu stjórnmálaflokkanna en þeir hlustuðu ekkert á hana. Svo kemur núna önnur viðvörun sem er þetta fylgi Píratana. Mér sýnist að þeir ætli líka bara að reyna að bíða það af sér og humma fram af sér.“ Gísli segist hins vegar sjálfur ekki ætla í framboð þegar hann kemur heim. „Ég ætla að vera virkur í umræðunni en ég ætla ekki í neitt framboð. Pólitík er bara svo miklu meira en það að vera í framboði einhvers staðar,“ bendir hann á og vísar til að mynda í pistla sína um hjólreiðar.Djörf spá: Ef @gislimarteinn myndi stofna frjálslyndan og nútímalegan hægriflokk myndi sá flokkur hiklaust fá 6+ sæti á þingi.— Árni Grétar Finnsson (@ArniGretar) May 11, 2015 Er það rétt sem maður heyrir að ungt, háskólamenntað fólk ætli að bjóða fram undir nafninu Reykjavíkurflokkurinn í næstu alþingis kosningum— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 24, 2015
Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira