Gísli Marteinn spáir nýjum stjórnmálaflokkum góðu fylgi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. maí 2015 22:23 Gísli segist taka fullan þátt í pólitík þrátt fyrir að vera ekki í framboði. Gísli Marteinn Baldursson telur að Píratar muni fá gott fylgi í næstu Alþingiskosningum og einnig þrír nýjir flokkar sem hann segir að muni skjóta upp kollinum á næstunni. Þetta sagði hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann telur að komið sé upp ákveðið tómarúm í stjórnmálum á Íslandi, fólk sé komið með leið á hefðbundnu og gömlu stjórnmálaflokkunum og það skýri aukið fylgi Pírata. „Fólk vill miklu frekar tala um málefni, það vill fókusera á einstaklinga og stjórnmálaflokkarnir heima hafa einhvern veginn engan veginn áttað sig á þessu.“Íslenskir stjórnmálaflokkar gamaldagsGísli, sem er nýútskrifaður frá Harvard, telur það undarlegt að stjórnmálaflokkar hér á landi hafi ekki áttað sig á því að breyta þurfi um aðferðir. „Fólk er komið með upp í kok af hefðbundnum stjórnmálaflokkum og þeim leiðum sem þeir nota,“ segir Gísli í viðtalinu. Hann vísar í landsfund Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og ályktanir sem sendar eru fjölmiðlum eftir slíka fundi. Slík vinnubrögð séu ekki til að ná eyrum almennings. „Ég held að Píratar muni fá ágætis fylgi í næstu kosningum. En ég held líka að hinir flokkarnir, eigum við að segja þrír, eigi eftir að fá mikið fylgi.“Fylgi Pírata viðvörun en enginn hlustar Nokkur umræða hefur skapast á Twitter um möguleika þess að fá nýja stjórnmálaflokka fram á sjónarsviðið. Gísli Marteinn heldur að fólk sé í leit. „Ég held að það sé líka mikilvægt að missa ekki trúnna á lýðræðið. Ég held að það sé besta leiðin sem við höfum ennþá.“ Besti flokkurinn vann eins og kunnugt er sigur í borgarstjórnarkosningunum árið 2010. „Það var nú aldeilis ákveðin viðvörun til hefðbundnu stjórnmálaflokkanna en þeir hlustuðu ekkert á hana. Svo kemur núna önnur viðvörun sem er þetta fylgi Píratana. Mér sýnist að þeir ætli líka bara að reyna að bíða það af sér og humma fram af sér.“ Gísli segist hins vegar sjálfur ekki ætla í framboð þegar hann kemur heim. „Ég ætla að vera virkur í umræðunni en ég ætla ekki í neitt framboð. Pólitík er bara svo miklu meira en það að vera í framboði einhvers staðar,“ bendir hann á og vísar til að mynda í pistla sína um hjólreiðar.Djörf spá: Ef @gislimarteinn myndi stofna frjálslyndan og nútímalegan hægriflokk myndi sá flokkur hiklaust fá 6+ sæti á þingi.— Árni Grétar Finnsson (@ArniGretar) May 11, 2015 Er það rétt sem maður heyrir að ungt, háskólamenntað fólk ætli að bjóða fram undir nafninu Reykjavíkurflokkurinn í næstu alþingis kosningum— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 24, 2015 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson telur að Píratar muni fá gott fylgi í næstu Alþingiskosningum og einnig þrír nýjir flokkar sem hann segir að muni skjóta upp kollinum á næstunni. Þetta sagði hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann telur að komið sé upp ákveðið tómarúm í stjórnmálum á Íslandi, fólk sé komið með leið á hefðbundnu og gömlu stjórnmálaflokkunum og það skýri aukið fylgi Pírata. „Fólk vill miklu frekar tala um málefni, það vill fókusera á einstaklinga og stjórnmálaflokkarnir heima hafa einhvern veginn engan veginn áttað sig á þessu.“Íslenskir stjórnmálaflokkar gamaldagsGísli, sem er nýútskrifaður frá Harvard, telur það undarlegt að stjórnmálaflokkar hér á landi hafi ekki áttað sig á því að breyta þurfi um aðferðir. „Fólk er komið með upp í kok af hefðbundnum stjórnmálaflokkum og þeim leiðum sem þeir nota,“ segir Gísli í viðtalinu. Hann vísar í landsfund Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og ályktanir sem sendar eru fjölmiðlum eftir slíka fundi. Slík vinnubrögð séu ekki til að ná eyrum almennings. „Ég held að Píratar muni fá ágætis fylgi í næstu kosningum. En ég held líka að hinir flokkarnir, eigum við að segja þrír, eigi eftir að fá mikið fylgi.“Fylgi Pírata viðvörun en enginn hlustar Nokkur umræða hefur skapast á Twitter um möguleika þess að fá nýja stjórnmálaflokka fram á sjónarsviðið. Gísli Marteinn heldur að fólk sé í leit. „Ég held að það sé líka mikilvægt að missa ekki trúnna á lýðræðið. Ég held að það sé besta leiðin sem við höfum ennþá.“ Besti flokkurinn vann eins og kunnugt er sigur í borgarstjórnarkosningunum árið 2010. „Það var nú aldeilis ákveðin viðvörun til hefðbundnu stjórnmálaflokkanna en þeir hlustuðu ekkert á hana. Svo kemur núna önnur viðvörun sem er þetta fylgi Píratana. Mér sýnist að þeir ætli líka bara að reyna að bíða það af sér og humma fram af sér.“ Gísli segist hins vegar sjálfur ekki ætla í framboð þegar hann kemur heim. „Ég ætla að vera virkur í umræðunni en ég ætla ekki í neitt framboð. Pólitík er bara svo miklu meira en það að vera í framboði einhvers staðar,“ bendir hann á og vísar til að mynda í pistla sína um hjólreiðar.Djörf spá: Ef @gislimarteinn myndi stofna frjálslyndan og nútímalegan hægriflokk myndi sá flokkur hiklaust fá 6+ sæti á þingi.— Árni Grétar Finnsson (@ArniGretar) May 11, 2015 Er það rétt sem maður heyrir að ungt, háskólamenntað fólk ætli að bjóða fram undir nafninu Reykjavíkurflokkurinn í næstu alþingis kosningum— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 24, 2015
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira