Innlent

Nefndinni gert viðvart eftir hádegi um þörf á að herða reglur um höftin

Birgir Olgeirsson skrifar
Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að efnahags- og viðskiptanefnd hefði verið gert viðvart að Seðlabanki Íslands hefði metið að þörf á því að herða reglur sem geta að óbreyttu gefið slitabúum möguleika á því að reyna á þanþol gildandi laga um gjaldeyrishöft.

Árni Páll sagði að staðan sem gerir Íslendingum kleift að taka á haftavandanum sé til komið með lagabreytingum sem gerð var 12. mars 2012, þegar eignir hinna föllnu fjármálafyrirtækja voru felld undir höftin. „Því miður var ekki samstaða um málið eins og nú,“ sagði Árni Páll en hann sagði stjórnarandstöðuna á þeim tíma hafa greitt gegn því máli.

Hann kvartaði einnig undan því að meirihlutinn skuli ekki hafa kallað stjórnarandstöðuna að borðinu í þessu máli .


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×