Innlent

BBC, Reuters og Wall Street Journal fjalla um höftin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fróðlegt verður að sjá hvað fram kemur á blaðamannafundi ráðherra í hádeginu í Hörpu. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi.
Fróðlegt verður að sjá hvað fram kemur á blaðamannafundi ráðherra í hádeginu í Hörpu. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Vísir
Alþingi kom saman í gærkvöld til að samþykkja frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar er miða að því að styðja við fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda til losunar fjármagnshafta.

Stærstu fjölmiðlar heims á borð við BBC, Reuters og Wall Street Journal hafa fjallað um aðgerðir ríkisstjórnarinnar en boðað hefur verið til blaðamannafundar í Hörpunni klukkan tólf á hádegi. Þar munu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kynna aðgerðir stjórnvalda.

Iceland set 'to end capital controls' segir í fyrirsögn á BBC. Iceland paves way for lifting of capital controls segir í fyrirsögn á frétt Reuters og Iceland to Speak on Winding Down Capital Controls segir á Wall Street Journal.

Höftin hafa verið við lýði frá falli bankanna í október 2008 eða í tæplega sjö ár.

Blaðamannafundurinn í Hörpu verður í beinni útsendingu á Vísi og hefst klukkan 12.


Tengdar fréttir

Vill að Sigmundur útskýri leka í DV

Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta.

Gjaldeyrishöftin hert í bili

Alþingi samþykkti í gærkvöldi breytingar á lögum um gjaldeyrishöft. Fyrirbyggjandi aðgerð til að koma í veg fyrir peningaútstreymi áður en afnám hafta hefst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×