Rúnar Páll um Ólaf Karl: Ef þetta var agamál þá segi ég ykkur ekki frá því Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2015 22:21 Rúnar Páll Sigmundsson á bekknum í kvöld. vísir/pjetur Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega ósáttur við frammistöðu sinna manna eftir leikinn gegn Breiðabliki í kvöld. Hann vildi þó engu svara um stöðu Ólafs Karls Finsen sem var óvænt ekki í byrjunarliðinu í kvöld. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum hrikalega slakir í þessum leik og Blikarnir hleyptu okkur einfaldlega ekki inn í leikinn. Þeir voru bara miklu betri en við.“ „Við ætluðum að setja pressu á þá í upphafi leiks en það gekk bara ekki eftir,“ sagði Rúnar Páll enn fremur. „Þeir dældu boltanum fram og við lentum í vandræðum með það. Að sama skapi náðum við ekki að koma boltanum á milli manna og sköpuðum okkur ekki eitt einasta færi.“ Rúnar var spurður hvort að þetta hafi verið slakasti leikur Stjörnunnar undir hans stjórn. Hann hló að því. „Þú getur haft það þannig ef þú vilt. En Blikarnir voru bara hrikalega sterkir. Okkur var rækilega kippt niður á jörðina og við áttum það skilið miðað við frammistöðuna í kvöld.“ Ólafur Karl Finsen, sem hefur verið lykilmaður í liði Stjörnunnar, var ekki í byrjunarliðinu í kvöld en kom inn á í upphafi síðari hálfleiks. Rúnar Páll neitaði því að hann hafi verið settur úr byrjunarliðinu vegna agabanns. „Nei, það var ekkert svoleiðis. Það er bara okkar mál,“ sagði Rúnar Páll. Fyrir stuttu birtist myndband á Fótbolti.net þar sem að Ólafur Karl sést læðast inn í búningsklefa Breiðabliks og stela til að mynda skóm Gunnleifs Gunnleifssonar. „Ég hef enga skoðun á því [þessu myndbandi],“ sagði Rúnar Páll aðspurður um málið og neitaði aftur fyrir að málið tengdist því að Ólafur Karl byrjaði ekki í kvöld. „Það tengist því ekki neitt. Og jafnvel þó svo að það myndi tengjast þá myndi ég ekki segja ykkur það. Það er bara svoleiðis.“ „Óli er mjög mikivægur leikmaður fyrir okkur. Það er ekkert launungarmál.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Stjarnan 0-3 | Fyrsta tap Stjörnunnar í 28 leikjum Íslandsmeistarar Stjörnunnar töpuðu fyrsta deildarleik sínum síðan 2013 í kvöld og það gerðu þeir með stæl gegn afar sprækum Blikum. 31. maí 2015 00:01 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega ósáttur við frammistöðu sinna manna eftir leikinn gegn Breiðabliki í kvöld. Hann vildi þó engu svara um stöðu Ólafs Karls Finsen sem var óvænt ekki í byrjunarliðinu í kvöld. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum hrikalega slakir í þessum leik og Blikarnir hleyptu okkur einfaldlega ekki inn í leikinn. Þeir voru bara miklu betri en við.“ „Við ætluðum að setja pressu á þá í upphafi leiks en það gekk bara ekki eftir,“ sagði Rúnar Páll enn fremur. „Þeir dældu boltanum fram og við lentum í vandræðum með það. Að sama skapi náðum við ekki að koma boltanum á milli manna og sköpuðum okkur ekki eitt einasta færi.“ Rúnar var spurður hvort að þetta hafi verið slakasti leikur Stjörnunnar undir hans stjórn. Hann hló að því. „Þú getur haft það þannig ef þú vilt. En Blikarnir voru bara hrikalega sterkir. Okkur var rækilega kippt niður á jörðina og við áttum það skilið miðað við frammistöðuna í kvöld.“ Ólafur Karl Finsen, sem hefur verið lykilmaður í liði Stjörnunnar, var ekki í byrjunarliðinu í kvöld en kom inn á í upphafi síðari hálfleiks. Rúnar Páll neitaði því að hann hafi verið settur úr byrjunarliðinu vegna agabanns. „Nei, það var ekkert svoleiðis. Það er bara okkar mál,“ sagði Rúnar Páll. Fyrir stuttu birtist myndband á Fótbolti.net þar sem að Ólafur Karl sést læðast inn í búningsklefa Breiðabliks og stela til að mynda skóm Gunnleifs Gunnleifssonar. „Ég hef enga skoðun á því [þessu myndbandi],“ sagði Rúnar Páll aðspurður um málið og neitaði aftur fyrir að málið tengdist því að Ólafur Karl byrjaði ekki í kvöld. „Það tengist því ekki neitt. Og jafnvel þó svo að það myndi tengjast þá myndi ég ekki segja ykkur það. Það er bara svoleiðis.“ „Óli er mjög mikivægur leikmaður fyrir okkur. Það er ekkert launungarmál.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Stjarnan 0-3 | Fyrsta tap Stjörnunnar í 28 leikjum Íslandsmeistarar Stjörnunnar töpuðu fyrsta deildarleik sínum síðan 2013 í kvöld og það gerðu þeir með stæl gegn afar sprækum Blikum. 31. maí 2015 00:01 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Stjarnan 0-3 | Fyrsta tap Stjörnunnar í 28 leikjum Íslandsmeistarar Stjörnunnar töpuðu fyrsta deildarleik sínum síðan 2013 í kvöld og það gerðu þeir með stæl gegn afar sprækum Blikum. 31. maí 2015 00:01