Enski boltinn

Ibe og Flanagan framlengja

Ibe skrifar undir nýja samninginn.
Ibe skrifar undir nýja samninginn. vísir/getty
Liverpool gekk frá samningum við tvo leikmenn í dag.

Hinn bráðefnilegi Jordan Ibe sló í gegn í vetur og er búinn að skrifa undir fimm ára samning. Hann er aðeins 19 ára gamall.

„Hann er svakalega hæfileikaríkur og það er afar ánægjulegt að hann ætli sér að verða hér næstu árin," sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool.

Jon Flanagan er orðinn 22 ára gamall en hann gat ekkert spilað á þessu tímabili vegna hnémeiðsla. Hann skrifaði undir eins árs samning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×