Íslenskir kjósendur vildu gefa Ítalíu 12 stig Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. maí 2015 13:02 Tríóið Il Volo hafnaði í þriðja sæti í keppninni. Vísir/EPA Niðurstöður úr símakosningu á Íslandi voru nokkuð á skjön við niðurstöður íslensku dómnefndarinnar í Eurovision hvað varðar ítalska atriðið. Þannig kusu langflestir Íslendinga ítalska tríóið og hafnaði það í fyrsta sæti eftir símakosningu. Hins vegar setti dómnefnd það í ellefta sæti. Það fékk því að lokum fimm stig frá íslensku þjóðinni. Sænska lagið Heroes sem bar sigur úr bítum í keppninni í gær hlaut tólf stig frá Íslendingum en það var í öðru sæti í símakosningu hér á landi en fékk fyrsta sætið eftir niðurstöður dómnefndar. Dómnefnd og kjósendur hér á landi voru sammála um ágæti Ástralíu en Guy Sebastian hafnaði í þriðja sæti eftir símakosningu og fjórða sæti dómnefndar. Hins vegar setti íslenska dómnefndin Noreg í annað sæti í sínum niðurstöðum en Noregur hafnaði í fjórða sæti í símakosningu. Noregur fékk því tíu stigin frá Íslandi í gærkvöldi. Íslenskir kjósendur voru hrifnari af belgíska laginu heldur en dómnefnd og settu það í fimmta sæti þegar dómnefnd setti það í það áttunda. Í sjötta sæti hjá báðum aðilum var Ísraelinn sem minnti marga landsmenn á Friðrik Dór með lagið Golden Boy.Polina Gagarina frá Rússlandi brast í grát að flutningi loknum.Vísir/EPARússland var ekki jafnvinsælt hjá Íslendingum og öðrum Evrópuþjóðum en það lenti í sjöunda sæti eftir atkvæðagreiðslu dómnefndar og því níunda í símakosningu. Dómnefnd og íslenskir kjósendur voru mest ósammála um ágæti austurríska lagsins sem hlaut ekkert stig í keppninni í gærkvöldi. Dómnefnd setti gestgjafana í níunda sæti en það varð í tuttugasta og fyrsta sæti eftir símakosningu. Þar munaði því þrettán sætum. Íslenskir kjósendur voru einnig almennt hrifnari af breska atriðinu heldur en dómnefnd en þar munaði tíu sætum. Breska parið hafnaði í næstneðsta sæti hjá dómnefnd en í því fimmtánda hjá kjósendum. Heildarniðurstöður íslensku atkvæðagreiðslunnar má sjá hér að neðan. Skjáskotið er af síðu Eurovision TV en hana má nálgast hér. Eurovision Tengdar fréttir Íslendingar fengu flest stig frá Aserum Noregur og Svíþjóð gáfu Íslandi samtals 4 stig. 24. maí 2015 10:11 Ítalir sigruðu í símakosningu Måns Zelmerlöw var ekki jafnvinsæll meðal kjósenda í Evrópu og hann var meðal dómnefnda. 24. maí 2015 10:31 Svíar eru sigurvegarar Eurovision 2015 Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld. 23. maí 2015 22:44 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Niðurstöður úr símakosningu á Íslandi voru nokkuð á skjön við niðurstöður íslensku dómnefndarinnar í Eurovision hvað varðar ítalska atriðið. Þannig kusu langflestir Íslendinga ítalska tríóið og hafnaði það í fyrsta sæti eftir símakosningu. Hins vegar setti dómnefnd það í ellefta sæti. Það fékk því að lokum fimm stig frá íslensku þjóðinni. Sænska lagið Heroes sem bar sigur úr bítum í keppninni í gær hlaut tólf stig frá Íslendingum en það var í öðru sæti í símakosningu hér á landi en fékk fyrsta sætið eftir niðurstöður dómnefndar. Dómnefnd og kjósendur hér á landi voru sammála um ágæti Ástralíu en Guy Sebastian hafnaði í þriðja sæti eftir símakosningu og fjórða sæti dómnefndar. Hins vegar setti íslenska dómnefndin Noreg í annað sæti í sínum niðurstöðum en Noregur hafnaði í fjórða sæti í símakosningu. Noregur fékk því tíu stigin frá Íslandi í gærkvöldi. Íslenskir kjósendur voru hrifnari af belgíska laginu heldur en dómnefnd og settu það í fimmta sæti þegar dómnefnd setti það í það áttunda. Í sjötta sæti hjá báðum aðilum var Ísraelinn sem minnti marga landsmenn á Friðrik Dór með lagið Golden Boy.Polina Gagarina frá Rússlandi brast í grát að flutningi loknum.Vísir/EPARússland var ekki jafnvinsælt hjá Íslendingum og öðrum Evrópuþjóðum en það lenti í sjöunda sæti eftir atkvæðagreiðslu dómnefndar og því níunda í símakosningu. Dómnefnd og íslenskir kjósendur voru mest ósammála um ágæti austurríska lagsins sem hlaut ekkert stig í keppninni í gærkvöldi. Dómnefnd setti gestgjafana í níunda sæti en það varð í tuttugasta og fyrsta sæti eftir símakosningu. Þar munaði því þrettán sætum. Íslenskir kjósendur voru einnig almennt hrifnari af breska atriðinu heldur en dómnefnd en þar munaði tíu sætum. Breska parið hafnaði í næstneðsta sæti hjá dómnefnd en í því fimmtánda hjá kjósendum. Heildarniðurstöður íslensku atkvæðagreiðslunnar má sjá hér að neðan. Skjáskotið er af síðu Eurovision TV en hana má nálgast hér.
Eurovision Tengdar fréttir Íslendingar fengu flest stig frá Aserum Noregur og Svíþjóð gáfu Íslandi samtals 4 stig. 24. maí 2015 10:11 Ítalir sigruðu í símakosningu Måns Zelmerlöw var ekki jafnvinsæll meðal kjósenda í Evrópu og hann var meðal dómnefnda. 24. maí 2015 10:31 Svíar eru sigurvegarar Eurovision 2015 Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld. 23. maí 2015 22:44 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Íslendingar fengu flest stig frá Aserum Noregur og Svíþjóð gáfu Íslandi samtals 4 stig. 24. maí 2015 10:11
Ítalir sigruðu í símakosningu Måns Zelmerlöw var ekki jafnvinsæll meðal kjósenda í Evrópu og hann var meðal dómnefnda. 24. maí 2015 10:31
Svíar eru sigurvegarar Eurovision 2015 Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld. 23. maí 2015 22:44