Íslenskir kjósendur vildu gefa Ítalíu 12 stig Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. maí 2015 13:02 Tríóið Il Volo hafnaði í þriðja sæti í keppninni. Vísir/EPA Niðurstöður úr símakosningu á Íslandi voru nokkuð á skjön við niðurstöður íslensku dómnefndarinnar í Eurovision hvað varðar ítalska atriðið. Þannig kusu langflestir Íslendinga ítalska tríóið og hafnaði það í fyrsta sæti eftir símakosningu. Hins vegar setti dómnefnd það í ellefta sæti. Það fékk því að lokum fimm stig frá íslensku þjóðinni. Sænska lagið Heroes sem bar sigur úr bítum í keppninni í gær hlaut tólf stig frá Íslendingum en það var í öðru sæti í símakosningu hér á landi en fékk fyrsta sætið eftir niðurstöður dómnefndar. Dómnefnd og kjósendur hér á landi voru sammála um ágæti Ástralíu en Guy Sebastian hafnaði í þriðja sæti eftir símakosningu og fjórða sæti dómnefndar. Hins vegar setti íslenska dómnefndin Noreg í annað sæti í sínum niðurstöðum en Noregur hafnaði í fjórða sæti í símakosningu. Noregur fékk því tíu stigin frá Íslandi í gærkvöldi. Íslenskir kjósendur voru hrifnari af belgíska laginu heldur en dómnefnd og settu það í fimmta sæti þegar dómnefnd setti það í það áttunda. Í sjötta sæti hjá báðum aðilum var Ísraelinn sem minnti marga landsmenn á Friðrik Dór með lagið Golden Boy.Polina Gagarina frá Rússlandi brast í grát að flutningi loknum.Vísir/EPARússland var ekki jafnvinsælt hjá Íslendingum og öðrum Evrópuþjóðum en það lenti í sjöunda sæti eftir atkvæðagreiðslu dómnefndar og því níunda í símakosningu. Dómnefnd og íslenskir kjósendur voru mest ósammála um ágæti austurríska lagsins sem hlaut ekkert stig í keppninni í gærkvöldi. Dómnefnd setti gestgjafana í níunda sæti en það varð í tuttugasta og fyrsta sæti eftir símakosningu. Þar munaði því þrettán sætum. Íslenskir kjósendur voru einnig almennt hrifnari af breska atriðinu heldur en dómnefnd en þar munaði tíu sætum. Breska parið hafnaði í næstneðsta sæti hjá dómnefnd en í því fimmtánda hjá kjósendum. Heildarniðurstöður íslensku atkvæðagreiðslunnar má sjá hér að neðan. Skjáskotið er af síðu Eurovision TV en hana má nálgast hér. Eurovision Tengdar fréttir Íslendingar fengu flest stig frá Aserum Noregur og Svíþjóð gáfu Íslandi samtals 4 stig. 24. maí 2015 10:11 Ítalir sigruðu í símakosningu Måns Zelmerlöw var ekki jafnvinsæll meðal kjósenda í Evrópu og hann var meðal dómnefnda. 24. maí 2015 10:31 Svíar eru sigurvegarar Eurovision 2015 Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld. 23. maí 2015 22:44 Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fleiri fréttir Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Sjá meira
Niðurstöður úr símakosningu á Íslandi voru nokkuð á skjön við niðurstöður íslensku dómnefndarinnar í Eurovision hvað varðar ítalska atriðið. Þannig kusu langflestir Íslendinga ítalska tríóið og hafnaði það í fyrsta sæti eftir símakosningu. Hins vegar setti dómnefnd það í ellefta sæti. Það fékk því að lokum fimm stig frá íslensku þjóðinni. Sænska lagið Heroes sem bar sigur úr bítum í keppninni í gær hlaut tólf stig frá Íslendingum en það var í öðru sæti í símakosningu hér á landi en fékk fyrsta sætið eftir niðurstöður dómnefndar. Dómnefnd og kjósendur hér á landi voru sammála um ágæti Ástralíu en Guy Sebastian hafnaði í þriðja sæti eftir símakosningu og fjórða sæti dómnefndar. Hins vegar setti íslenska dómnefndin Noreg í annað sæti í sínum niðurstöðum en Noregur hafnaði í fjórða sæti í símakosningu. Noregur fékk því tíu stigin frá Íslandi í gærkvöldi. Íslenskir kjósendur voru hrifnari af belgíska laginu heldur en dómnefnd og settu það í fimmta sæti þegar dómnefnd setti það í það áttunda. Í sjötta sæti hjá báðum aðilum var Ísraelinn sem minnti marga landsmenn á Friðrik Dór með lagið Golden Boy.Polina Gagarina frá Rússlandi brast í grát að flutningi loknum.Vísir/EPARússland var ekki jafnvinsælt hjá Íslendingum og öðrum Evrópuþjóðum en það lenti í sjöunda sæti eftir atkvæðagreiðslu dómnefndar og því níunda í símakosningu. Dómnefnd og íslenskir kjósendur voru mest ósammála um ágæti austurríska lagsins sem hlaut ekkert stig í keppninni í gærkvöldi. Dómnefnd setti gestgjafana í níunda sæti en það varð í tuttugasta og fyrsta sæti eftir símakosningu. Þar munaði því þrettán sætum. Íslenskir kjósendur voru einnig almennt hrifnari af breska atriðinu heldur en dómnefnd en þar munaði tíu sætum. Breska parið hafnaði í næstneðsta sæti hjá dómnefnd en í því fimmtánda hjá kjósendum. Heildarniðurstöður íslensku atkvæðagreiðslunnar má sjá hér að neðan. Skjáskotið er af síðu Eurovision TV en hana má nálgast hér.
Eurovision Tengdar fréttir Íslendingar fengu flest stig frá Aserum Noregur og Svíþjóð gáfu Íslandi samtals 4 stig. 24. maí 2015 10:11 Ítalir sigruðu í símakosningu Måns Zelmerlöw var ekki jafnvinsæll meðal kjósenda í Evrópu og hann var meðal dómnefnda. 24. maí 2015 10:31 Svíar eru sigurvegarar Eurovision 2015 Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld. 23. maí 2015 22:44 Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fleiri fréttir Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Sjá meira
Íslendingar fengu flest stig frá Aserum Noregur og Svíþjóð gáfu Íslandi samtals 4 stig. 24. maí 2015 10:11
Ítalir sigruðu í símakosningu Måns Zelmerlöw var ekki jafnvinsæll meðal kjósenda í Evrópu og hann var meðal dómnefnda. 24. maí 2015 10:31
Svíar eru sigurvegarar Eurovision 2015 Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld. 23. maí 2015 22:44