„Ósvífið og óheiðarlegt að halda því fram að arður okkar af auðlindum hafi minnkað“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2015 15:40 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. vísir/valli Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gerði mótmæli sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Beindi hann orðum sínum að forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Ræddu þeir stöðuna á vinnumarkaði og yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga sem hefst á miðnætti. Voru Árni Páll og Sigmundur Davíð sammála um að nýir kjarasamningar mættu ekki hleypa óðaverðbólgu af stað. „Það er ekki þannig að hjúkrunarfræðingar einir beri ábyrgð á því að koma í veg fyrir verðbólgu, eða þeir einir sem nú eru með opna samninga. Það er auðvitað þannig að ýmsar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar sem hafa valdið því að við erum ekki að fá hámarksarð af auðlindum okkar, við erum ekki að haga skattheimtunni með eins sanngjörnum hætti og við gætum verið að gera,“ sagði Árni Páll.Fólk mótmælir spillingu, makrílfrumvarpinu og launaójöfnuði Árni Páll sagði þessar ákvarðanir valda óróa og reiði í samfélaginu og sagði fólk til að mynda ætla að mótmæla spillingu, makrílfrumvarpinu og launaójöfnuði á Austurvelli. Árni Páll sagði þetta staðreyndir sem forsætisráðherra yrði að taka alvarlega. „Ef háttvirtur þingmaður hefur áhuga á staðreyndum þá skal ég nefna hér tvær: tekjujöfnuður á Íslandi er einhver sá mesti í heimi og hefur aukist í tíð þessarar ríkisstjórnar. [...] Ef háttvirtur þingmaður hefur áhuga á öðrum staðreyndum þá má benda háttvirtum þingmanni á að það er ekki aðeins rangt, heldur beinlínis ósvífið og óheiðarlegt, að halda því fram að arður okkar af auðlindum hafi minnkað. Arður samfélagsins af sjávarútvegi [...] hefur aldrei verið meiri en nú.“ Þá ítrekaði forsætisráðherra þá staðreynd að í kjaradeilunum yrðu menn að sjá í hvað stefndi á almenna vinnumarkaðnum áður en samið yrði við opinbera starfsmenn um miklu meiri hækkanir en lagt hefur verið upp með. Umræður formanns Samfylkingarinnar og forsætisráðherra má sjá í spilaranum hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Sagði í kvöldfréttum að samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en sátt væri í augsýn á almenna vinnumarkaðnum. 24. maí 2015 22:24 Verkalýðsforkólfar í meiri stjórnarandstöðu en þingmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að hafa gengið of langt í að nýta sér stöðu sína í pólitískum tilgangi í baráttunni við stjórnvöld. 24. maí 2015 20:45 Segir rof á milli veruleika og skynjunar forsætisráðherra sem hendi sprengjum í allar áttir Forsætisráðherra fékk kaldar kveðjur frá stjórnarandstöðunni við upphaf þingfundar í dag. 26. maí 2015 14:39 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Forsætisráðherra útilokar ekki skattahækkanir ef samið verður um launahækkanir sem ógna stöðugleika. 24. maí 2015 14:15 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gerði mótmæli sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Beindi hann orðum sínum að forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Ræddu þeir stöðuna á vinnumarkaði og yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga sem hefst á miðnætti. Voru Árni Páll og Sigmundur Davíð sammála um að nýir kjarasamningar mættu ekki hleypa óðaverðbólgu af stað. „Það er ekki þannig að hjúkrunarfræðingar einir beri ábyrgð á því að koma í veg fyrir verðbólgu, eða þeir einir sem nú eru með opna samninga. Það er auðvitað þannig að ýmsar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar sem hafa valdið því að við erum ekki að fá hámarksarð af auðlindum okkar, við erum ekki að haga skattheimtunni með eins sanngjörnum hætti og við gætum verið að gera,“ sagði Árni Páll.Fólk mótmælir spillingu, makrílfrumvarpinu og launaójöfnuði Árni Páll sagði þessar ákvarðanir valda óróa og reiði í samfélaginu og sagði fólk til að mynda ætla að mótmæla spillingu, makrílfrumvarpinu og launaójöfnuði á Austurvelli. Árni Páll sagði þetta staðreyndir sem forsætisráðherra yrði að taka alvarlega. „Ef háttvirtur þingmaður hefur áhuga á staðreyndum þá skal ég nefna hér tvær: tekjujöfnuður á Íslandi er einhver sá mesti í heimi og hefur aukist í tíð þessarar ríkisstjórnar. [...] Ef háttvirtur þingmaður hefur áhuga á öðrum staðreyndum þá má benda háttvirtum þingmanni á að það er ekki aðeins rangt, heldur beinlínis ósvífið og óheiðarlegt, að halda því fram að arður okkar af auðlindum hafi minnkað. Arður samfélagsins af sjávarútvegi [...] hefur aldrei verið meiri en nú.“ Þá ítrekaði forsætisráðherra þá staðreynd að í kjaradeilunum yrðu menn að sjá í hvað stefndi á almenna vinnumarkaðnum áður en samið yrði við opinbera starfsmenn um miklu meiri hækkanir en lagt hefur verið upp með. Umræður formanns Samfylkingarinnar og forsætisráðherra má sjá í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Sagði í kvöldfréttum að samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en sátt væri í augsýn á almenna vinnumarkaðnum. 24. maí 2015 22:24 Verkalýðsforkólfar í meiri stjórnarandstöðu en þingmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að hafa gengið of langt í að nýta sér stöðu sína í pólitískum tilgangi í baráttunni við stjórnvöld. 24. maí 2015 20:45 Segir rof á milli veruleika og skynjunar forsætisráðherra sem hendi sprengjum í allar áttir Forsætisráðherra fékk kaldar kveðjur frá stjórnarandstöðunni við upphaf þingfundar í dag. 26. maí 2015 14:39 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Forsætisráðherra útilokar ekki skattahækkanir ef samið verður um launahækkanir sem ógna stöðugleika. 24. maí 2015 14:15 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma Sjá meira
BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Sagði í kvöldfréttum að samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en sátt væri í augsýn á almenna vinnumarkaðnum. 24. maí 2015 22:24
Verkalýðsforkólfar í meiri stjórnarandstöðu en þingmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að hafa gengið of langt í að nýta sér stöðu sína í pólitískum tilgangi í baráttunni við stjórnvöld. 24. maí 2015 20:45
Segir rof á milli veruleika og skynjunar forsætisráðherra sem hendi sprengjum í allar áttir Forsætisráðherra fékk kaldar kveðjur frá stjórnarandstöðunni við upphaf þingfundar í dag. 26. maí 2015 14:39
Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47
Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Forsætisráðherra útilokar ekki skattahækkanir ef samið verður um launahækkanir sem ógna stöðugleika. 24. maí 2015 14:15