Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. maí 2015 14:15 vísir/stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að skattahækkanir komi til greina ef samið verði um launahækkanir í kjarasamningum sem ógna stöðugleika. Staðan á vinnumarkaði er eins sú eldfimasta í rúmlega aldarfjórðung. Áhrifa verkfalla gætir víða í samfélaginu og hafa þau bitnað illa á heilbrigðiskerfinu, matvælaframleiðslu og fasteignamarkaðnum. Talið er að tjónið verði enn meira í sumar en Landssamband íslenskra verslunarmanna, Flóabandalagið og Starfsgreinasambandið hafa boðað til allsherjarverkfalls hinn 6. júní ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að vinnudeilurnar væri óvenju pólitískar að þessu sinni. „Mér finnst þetta vera óvenju pólitískar vinnudeilur núna og ég held að ég sé ekki einn um það. Ekki af hálfu launþeganna heldur af hálfu margra forystumanna launþegahreyfingarinnar sem að mínu mati ganga sumir hverjir, alls ekki allir, en sumir hverjir alltof langt í að nota stöðu sína sem trúnaðarmenn þessara félaga í pólitískum tilgangi.”Fáar leiðir til að bregðast við þenslu Sigmundur Davíð sagði að það væru hagsmunir allra að tryggja að ekki yrðu gerðir kjarasamningar sem ógnuðu verðstöðugleika. Seðlabankinn hefur áður boðað mögulegar vaxtahækkanir til að bregðast við þenslu. Forsætisráðherra sagði í þættinum að skattahækkanir kæmu einnig til greina sem úrræði til að bregðast við samningum sem ógnuðu verðstöðugleika. „Þá er þetta bara ein af þeim aðgerðum sem að menn auðvitað líta til og hafa gert í gegnum tíðina þegar verið er að bregðast við þenslu. Seðlabankinn segist munu þurfa að hækka vexti. Hlutverk ríkisvaldsins að öðru leyti við þessar aðstæður hefur verið að hækka skatta og gjöld frekar en hitt, til þess að ná jafnvægi aftur í hagkerfinu. Ég er ekki að boða þetta og ég vona svo sannarlega að það verði samið á þann hátt að aðkoma ríkisins geti falist í því að auka enn á ráðstöfunartekjur og auka enn á kaupmáttinn. En ein af fáum leiðum sem stjórnvöld hafa til að bregðast við þenslu í efnahagslífinu eru skattahækkanir,” sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að skattahækkanir komi til greina ef samið verði um launahækkanir í kjarasamningum sem ógna stöðugleika. Staðan á vinnumarkaði er eins sú eldfimasta í rúmlega aldarfjórðung. Áhrifa verkfalla gætir víða í samfélaginu og hafa þau bitnað illa á heilbrigðiskerfinu, matvælaframleiðslu og fasteignamarkaðnum. Talið er að tjónið verði enn meira í sumar en Landssamband íslenskra verslunarmanna, Flóabandalagið og Starfsgreinasambandið hafa boðað til allsherjarverkfalls hinn 6. júní ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að vinnudeilurnar væri óvenju pólitískar að þessu sinni. „Mér finnst þetta vera óvenju pólitískar vinnudeilur núna og ég held að ég sé ekki einn um það. Ekki af hálfu launþeganna heldur af hálfu margra forystumanna launþegahreyfingarinnar sem að mínu mati ganga sumir hverjir, alls ekki allir, en sumir hverjir alltof langt í að nota stöðu sína sem trúnaðarmenn þessara félaga í pólitískum tilgangi.”Fáar leiðir til að bregðast við þenslu Sigmundur Davíð sagði að það væru hagsmunir allra að tryggja að ekki yrðu gerðir kjarasamningar sem ógnuðu verðstöðugleika. Seðlabankinn hefur áður boðað mögulegar vaxtahækkanir til að bregðast við þenslu. Forsætisráðherra sagði í þættinum að skattahækkanir kæmu einnig til greina sem úrræði til að bregðast við samningum sem ógnuðu verðstöðugleika. „Þá er þetta bara ein af þeim aðgerðum sem að menn auðvitað líta til og hafa gert í gegnum tíðina þegar verið er að bregðast við þenslu. Seðlabankinn segist munu þurfa að hækka vexti. Hlutverk ríkisvaldsins að öðru leyti við þessar aðstæður hefur verið að hækka skatta og gjöld frekar en hitt, til þess að ná jafnvægi aftur í hagkerfinu. Ég er ekki að boða þetta og ég vona svo sannarlega að það verði samið á þann hátt að aðkoma ríkisins geti falist í því að auka enn á ráðstöfunartekjur og auka enn á kaupmáttinn. En ein af fáum leiðum sem stjórnvöld hafa til að bregðast við þenslu í efnahagslífinu eru skattahækkanir,” sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira