Hyggst ekki „lítillækka“ sig með því að mæta fyrir dóm í kannabismáli Bjarki Ármannsson skrifar 26. maí 2015 23:16 Sævar Poetrix rappari var ekki viðstaddur við upphaf aðalmeðferðar máls gegn sér vegna kannabisvörslu. Vísir/Vilhelm Sævar Poetrix rappari hyggst ekki mæta fyrir dómstóla vegna ákæru fyrir vörslu kannabiss og hefur birt Héraðsdómi Reykjavíkur bréf þess efnis. Í bréfi Sævars, sem lesa má í heild sinni í viðhengi við fréttina, segist Sævar ekki hafa gert neitt rangt með því að eiga og neyta fíkniefna og segir það skyldu sína að hlýða ekki „ranglæti“ dómstólanna. „Þessi röklausi farsi ofbýður siðferðisvitund minni, sama í hvaða samhengi málið er skoðað,“ segir meðal annars í bréfi Sævars. „Ég hef ekki skaðað neinn og hvorki valdið nokkrum einstaklingi né samfélaginu í heild miska á nokkurn hátt í þessu máli.“Húsleit á afmælisdaginn Í samtali við Vísi segist Sævar eiga von á fyrirkalli frá dómnum og síðar handtökuheimild til að hægt verði að færa hann í réttarsal. „Ég veit að dómarinn tók þessa afstöðu mína ekki nægilega og vill fá mig fyrir dóm,“ segir Sævar. „Ég veit að lögreglan hefur verið í sambandi við lögfræðinginn minn til þess að reyna að tryggja að ég mæti. Sem ég mun ekki gera.“ Baksaga málsins er sú að lögregla gerði húsleit á heimili Sævars þann 16. september síðastliðinn, á afmæli hans, og fann þar poka með níutíu grömmum af kannabisefnum. „Þeir spurðu meðal annars hvað hefði orðið um restina af efninu,“ segir Sævar. „Sem ég svaraði með því að segja að það hefði gufað upp. You know the drill.“Refsistefna í fíkniefnamálum skaðleg samfélaginu Aðalmeðferð í máli Sævars hófst á föstudag. Hann mæti ekki í dómsal en fékk í stað þess lögfræðing sinn til að afhenda dómnum bréfið. Í því segist hann hafa ákveðið að mæta ekki til réttarhalda yfir sér, segir refsistefnu stjórnvalda í fíkniefnamálum skaðlega samfélaginu og að dómstólar „snúist ekki lengur um réttlæti og sanngirni.“ „Lög eru hætt að vinna fyrir okkur,“ segir meðal annars í bréfinu. „Ég mun ekki lítillækka mig með því að mæta eins og það sé skylda mín að gegna ranglæti.“Bréf Sævars til Héraðsdóms Reykjavíkur er með góðfúslegu leyfi birt í heild sinni í viðhenginu hér fyrir neðan. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Sævar Poetrix rappari hyggst ekki mæta fyrir dómstóla vegna ákæru fyrir vörslu kannabiss og hefur birt Héraðsdómi Reykjavíkur bréf þess efnis. Í bréfi Sævars, sem lesa má í heild sinni í viðhengi við fréttina, segist Sævar ekki hafa gert neitt rangt með því að eiga og neyta fíkniefna og segir það skyldu sína að hlýða ekki „ranglæti“ dómstólanna. „Þessi röklausi farsi ofbýður siðferðisvitund minni, sama í hvaða samhengi málið er skoðað,“ segir meðal annars í bréfi Sævars. „Ég hef ekki skaðað neinn og hvorki valdið nokkrum einstaklingi né samfélaginu í heild miska á nokkurn hátt í þessu máli.“Húsleit á afmælisdaginn Í samtali við Vísi segist Sævar eiga von á fyrirkalli frá dómnum og síðar handtökuheimild til að hægt verði að færa hann í réttarsal. „Ég veit að dómarinn tók þessa afstöðu mína ekki nægilega og vill fá mig fyrir dóm,“ segir Sævar. „Ég veit að lögreglan hefur verið í sambandi við lögfræðinginn minn til þess að reyna að tryggja að ég mæti. Sem ég mun ekki gera.“ Baksaga málsins er sú að lögregla gerði húsleit á heimili Sævars þann 16. september síðastliðinn, á afmæli hans, og fann þar poka með níutíu grömmum af kannabisefnum. „Þeir spurðu meðal annars hvað hefði orðið um restina af efninu,“ segir Sævar. „Sem ég svaraði með því að segja að það hefði gufað upp. You know the drill.“Refsistefna í fíkniefnamálum skaðleg samfélaginu Aðalmeðferð í máli Sævars hófst á föstudag. Hann mæti ekki í dómsal en fékk í stað þess lögfræðing sinn til að afhenda dómnum bréfið. Í því segist hann hafa ákveðið að mæta ekki til réttarhalda yfir sér, segir refsistefnu stjórnvalda í fíkniefnamálum skaðlega samfélaginu og að dómstólar „snúist ekki lengur um réttlæti og sanngirni.“ „Lög eru hætt að vinna fyrir okkur,“ segir meðal annars í bréfinu. „Ég mun ekki lítillækka mig með því að mæta eins og það sé skylda mín að gegna ranglæti.“Bréf Sævars til Héraðsdóms Reykjavíkur er með góðfúslegu leyfi birt í heild sinni í viðhenginu hér fyrir neðan.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira