Forstjóri Landspítalans segir þörf á sneiðmyndatæki til vara Bjarki Ármannsson skrifar 28. maí 2015 14:57 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Mynd/LSH Sneiðmyndatæki Landspítalans stöðvaðist í tuttugu mínútur á versta tíma fyrr í dag, er verið var að taka á móti tveimur alvarlega slösuðum ferðamönnum sem lentu í bílveltu við Hellissand í morgun. Fólkið var flutt á spítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar en þegar þangað var komið fraus hugbúnaður tækisins og þurfti að endurræsa hann.Einfaldlega þörf á varatæki „Það er alltaf mjög erfitt þegar slíkt gerist og um er að ræða sjúklinga sem liggur á að fá stöðu rannsókna úr,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Hann segir að bilun tækisins sé ekki því að kenna að það sé úr sér gengið, heldur sé einfaldlega þörf á varatæki. Tvö sneiðmyndatæki eru í eigu Landspítalans, annað í Fossvoginum og hitt við Hringbraut. „Tækið er ekki alveg glænýtt, en það er ekki komið á úreldingarlista,“ segir Páll. „Vandinn er bara sá að við þurfum þriðja tækið af því að við erum með bráðastarfsemina dreifða á tvo staði. Hitt vandamálið er það að álagið er mjög mikið á tækinu sem er fyrir í Fossvoginum.“ Páll segir að vandamálið, eins og mörg önnur, lúti að því að ekki sé búið að ljúka nýbyggingum á Landspítalanum. Þá væri bráðastarfsemin sameinuð á einum stað og tvö tæki myndu duga. Kaup á nýju sneiðmyndatæki til að hafa í Fossvoginum hafa lengi verið á döfinni en nýtt tæki kostar um 250 milljónir. Unnið er að þeim kaupum og nýtt tæki mun komast í gagnið snemma árs 2016. „En í millitíðinni, á meðan við höfum bara eitt tæki og hitt er hinum megin við Öskjuhlíðina, þá geta komið upp alvarleg atvik,“ segir Páll. „Sem betur fer virðist okkur að hér höfum við sloppið með skrekkinn.“Viðbrögð allra starfsmanna frábær Samkvæmt heimildum Vísis blossaði upp talsverð óanægja meðal þeirra starfsmanna spítalans sem tóku á móti hinum slösuðu er tækið bilaði. Páll mætti sjálfur á staðinn til að vera starfsfólkinu innan handar. „Ég reyni að mæta til leiks þegar ég tel að álag sé mikið,“ segir hann. „Fólk er náttúrulega undir miklu álagi og að reyna að bjarga mannslífum. Þannig að það er bara sjálfsagt að mæta og sjá við hvaða aðstæður okkar frábæra starfsfólk þarf að búa.“ Páll hrósar öllum sem tóku þátt í að taka á móti sjúklingunum í morgun. Hann segir viðbrögð allra hafa verið frábær, en meðal annars þurfti að kalla út starfsmenn úr stéttum sem hafa verið í verkfalli undanfarnar vikur. Samkvæmt heimildum Vísis eru ferðamennirnir enn þungt haldnir og þurftu að gangast undir skurðaðgerð. Ekki er hægt að segja til um að svo stöddu hvort þessar tuttugu mínútur sem glötuðust hafi haft einhver áhrif á meðferð sjúklinganna, þó að frekar sé talið að svo hafi ekki verið. Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24 Bilun í sneiðmyndatæki olli töf á meðferð slasaðra ferðamanna Hugbúnaður tækisins fraus á versta tíma og tók tuttugu mínútur að endurræsa. Forstjóri spítalans kallaður á vettvang. 28. maí 2015 13:45 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Sneiðmyndatæki Landspítalans stöðvaðist í tuttugu mínútur á versta tíma fyrr í dag, er verið var að taka á móti tveimur alvarlega slösuðum ferðamönnum sem lentu í bílveltu við Hellissand í morgun. Fólkið var flutt á spítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar en þegar þangað var komið fraus hugbúnaður tækisins og þurfti að endurræsa hann.Einfaldlega þörf á varatæki „Það er alltaf mjög erfitt þegar slíkt gerist og um er að ræða sjúklinga sem liggur á að fá stöðu rannsókna úr,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Hann segir að bilun tækisins sé ekki því að kenna að það sé úr sér gengið, heldur sé einfaldlega þörf á varatæki. Tvö sneiðmyndatæki eru í eigu Landspítalans, annað í Fossvoginum og hitt við Hringbraut. „Tækið er ekki alveg glænýtt, en það er ekki komið á úreldingarlista,“ segir Páll. „Vandinn er bara sá að við þurfum þriðja tækið af því að við erum með bráðastarfsemina dreifða á tvo staði. Hitt vandamálið er það að álagið er mjög mikið á tækinu sem er fyrir í Fossvoginum.“ Páll segir að vandamálið, eins og mörg önnur, lúti að því að ekki sé búið að ljúka nýbyggingum á Landspítalanum. Þá væri bráðastarfsemin sameinuð á einum stað og tvö tæki myndu duga. Kaup á nýju sneiðmyndatæki til að hafa í Fossvoginum hafa lengi verið á döfinni en nýtt tæki kostar um 250 milljónir. Unnið er að þeim kaupum og nýtt tæki mun komast í gagnið snemma árs 2016. „En í millitíðinni, á meðan við höfum bara eitt tæki og hitt er hinum megin við Öskjuhlíðina, þá geta komið upp alvarleg atvik,“ segir Páll. „Sem betur fer virðist okkur að hér höfum við sloppið með skrekkinn.“Viðbrögð allra starfsmanna frábær Samkvæmt heimildum Vísis blossaði upp talsverð óanægja meðal þeirra starfsmanna spítalans sem tóku á móti hinum slösuðu er tækið bilaði. Páll mætti sjálfur á staðinn til að vera starfsfólkinu innan handar. „Ég reyni að mæta til leiks þegar ég tel að álag sé mikið,“ segir hann. „Fólk er náttúrulega undir miklu álagi og að reyna að bjarga mannslífum. Þannig að það er bara sjálfsagt að mæta og sjá við hvaða aðstæður okkar frábæra starfsfólk þarf að búa.“ Páll hrósar öllum sem tóku þátt í að taka á móti sjúklingunum í morgun. Hann segir viðbrögð allra hafa verið frábær, en meðal annars þurfti að kalla út starfsmenn úr stéttum sem hafa verið í verkfalli undanfarnar vikur. Samkvæmt heimildum Vísis eru ferðamennirnir enn þungt haldnir og þurftu að gangast undir skurðaðgerð. Ekki er hægt að segja til um að svo stöddu hvort þessar tuttugu mínútur sem glötuðust hafi haft einhver áhrif á meðferð sjúklinganna, þó að frekar sé talið að svo hafi ekki verið.
Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24 Bilun í sneiðmyndatæki olli töf á meðferð slasaðra ferðamanna Hugbúnaður tækisins fraus á versta tíma og tók tuttugu mínútur að endurræsa. Forstjóri spítalans kallaður á vettvang. 28. maí 2015 13:45 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24
Bilun í sneiðmyndatæki olli töf á meðferð slasaðra ferðamanna Hugbúnaður tækisins fraus á versta tíma og tók tuttugu mínútur að endurræsa. Forstjóri spítalans kallaður á vettvang. 28. maí 2015 13:45