Forstjóri Landspítalans segir þörf á sneiðmyndatæki til vara Bjarki Ármannsson skrifar 28. maí 2015 14:57 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Mynd/LSH Sneiðmyndatæki Landspítalans stöðvaðist í tuttugu mínútur á versta tíma fyrr í dag, er verið var að taka á móti tveimur alvarlega slösuðum ferðamönnum sem lentu í bílveltu við Hellissand í morgun. Fólkið var flutt á spítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar en þegar þangað var komið fraus hugbúnaður tækisins og þurfti að endurræsa hann.Einfaldlega þörf á varatæki „Það er alltaf mjög erfitt þegar slíkt gerist og um er að ræða sjúklinga sem liggur á að fá stöðu rannsókna úr,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Hann segir að bilun tækisins sé ekki því að kenna að það sé úr sér gengið, heldur sé einfaldlega þörf á varatæki. Tvö sneiðmyndatæki eru í eigu Landspítalans, annað í Fossvoginum og hitt við Hringbraut. „Tækið er ekki alveg glænýtt, en það er ekki komið á úreldingarlista,“ segir Páll. „Vandinn er bara sá að við þurfum þriðja tækið af því að við erum með bráðastarfsemina dreifða á tvo staði. Hitt vandamálið er það að álagið er mjög mikið á tækinu sem er fyrir í Fossvoginum.“ Páll segir að vandamálið, eins og mörg önnur, lúti að því að ekki sé búið að ljúka nýbyggingum á Landspítalanum. Þá væri bráðastarfsemin sameinuð á einum stað og tvö tæki myndu duga. Kaup á nýju sneiðmyndatæki til að hafa í Fossvoginum hafa lengi verið á döfinni en nýtt tæki kostar um 250 milljónir. Unnið er að þeim kaupum og nýtt tæki mun komast í gagnið snemma árs 2016. „En í millitíðinni, á meðan við höfum bara eitt tæki og hitt er hinum megin við Öskjuhlíðina, þá geta komið upp alvarleg atvik,“ segir Páll. „Sem betur fer virðist okkur að hér höfum við sloppið með skrekkinn.“Viðbrögð allra starfsmanna frábær Samkvæmt heimildum Vísis blossaði upp talsverð óanægja meðal þeirra starfsmanna spítalans sem tóku á móti hinum slösuðu er tækið bilaði. Páll mætti sjálfur á staðinn til að vera starfsfólkinu innan handar. „Ég reyni að mæta til leiks þegar ég tel að álag sé mikið,“ segir hann. „Fólk er náttúrulega undir miklu álagi og að reyna að bjarga mannslífum. Þannig að það er bara sjálfsagt að mæta og sjá við hvaða aðstæður okkar frábæra starfsfólk þarf að búa.“ Páll hrósar öllum sem tóku þátt í að taka á móti sjúklingunum í morgun. Hann segir viðbrögð allra hafa verið frábær, en meðal annars þurfti að kalla út starfsmenn úr stéttum sem hafa verið í verkfalli undanfarnar vikur. Samkvæmt heimildum Vísis eru ferðamennirnir enn þungt haldnir og þurftu að gangast undir skurðaðgerð. Ekki er hægt að segja til um að svo stöddu hvort þessar tuttugu mínútur sem glötuðust hafi haft einhver áhrif á meðferð sjúklinganna, þó að frekar sé talið að svo hafi ekki verið. Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24 Bilun í sneiðmyndatæki olli töf á meðferð slasaðra ferðamanna Hugbúnaður tækisins fraus á versta tíma og tók tuttugu mínútur að endurræsa. Forstjóri spítalans kallaður á vettvang. 28. maí 2015 13:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Sneiðmyndatæki Landspítalans stöðvaðist í tuttugu mínútur á versta tíma fyrr í dag, er verið var að taka á móti tveimur alvarlega slösuðum ferðamönnum sem lentu í bílveltu við Hellissand í morgun. Fólkið var flutt á spítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar en þegar þangað var komið fraus hugbúnaður tækisins og þurfti að endurræsa hann.Einfaldlega þörf á varatæki „Það er alltaf mjög erfitt þegar slíkt gerist og um er að ræða sjúklinga sem liggur á að fá stöðu rannsókna úr,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Hann segir að bilun tækisins sé ekki því að kenna að það sé úr sér gengið, heldur sé einfaldlega þörf á varatæki. Tvö sneiðmyndatæki eru í eigu Landspítalans, annað í Fossvoginum og hitt við Hringbraut. „Tækið er ekki alveg glænýtt, en það er ekki komið á úreldingarlista,“ segir Páll. „Vandinn er bara sá að við þurfum þriðja tækið af því að við erum með bráðastarfsemina dreifða á tvo staði. Hitt vandamálið er það að álagið er mjög mikið á tækinu sem er fyrir í Fossvoginum.“ Páll segir að vandamálið, eins og mörg önnur, lúti að því að ekki sé búið að ljúka nýbyggingum á Landspítalanum. Þá væri bráðastarfsemin sameinuð á einum stað og tvö tæki myndu duga. Kaup á nýju sneiðmyndatæki til að hafa í Fossvoginum hafa lengi verið á döfinni en nýtt tæki kostar um 250 milljónir. Unnið er að þeim kaupum og nýtt tæki mun komast í gagnið snemma árs 2016. „En í millitíðinni, á meðan við höfum bara eitt tæki og hitt er hinum megin við Öskjuhlíðina, þá geta komið upp alvarleg atvik,“ segir Páll. „Sem betur fer virðist okkur að hér höfum við sloppið með skrekkinn.“Viðbrögð allra starfsmanna frábær Samkvæmt heimildum Vísis blossaði upp talsverð óanægja meðal þeirra starfsmanna spítalans sem tóku á móti hinum slösuðu er tækið bilaði. Páll mætti sjálfur á staðinn til að vera starfsfólkinu innan handar. „Ég reyni að mæta til leiks þegar ég tel að álag sé mikið,“ segir hann. „Fólk er náttúrulega undir miklu álagi og að reyna að bjarga mannslífum. Þannig að það er bara sjálfsagt að mæta og sjá við hvaða aðstæður okkar frábæra starfsfólk þarf að búa.“ Páll hrósar öllum sem tóku þátt í að taka á móti sjúklingunum í morgun. Hann segir viðbrögð allra hafa verið frábær, en meðal annars þurfti að kalla út starfsmenn úr stéttum sem hafa verið í verkfalli undanfarnar vikur. Samkvæmt heimildum Vísis eru ferðamennirnir enn þungt haldnir og þurftu að gangast undir skurðaðgerð. Ekki er hægt að segja til um að svo stöddu hvort þessar tuttugu mínútur sem glötuðust hafi haft einhver áhrif á meðferð sjúklinganna, þó að frekar sé talið að svo hafi ekki verið.
Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24 Bilun í sneiðmyndatæki olli töf á meðferð slasaðra ferðamanna Hugbúnaður tækisins fraus á versta tíma og tók tuttugu mínútur að endurræsa. Forstjóri spítalans kallaður á vettvang. 28. maí 2015 13:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24
Bilun í sneiðmyndatæki olli töf á meðferð slasaðra ferðamanna Hugbúnaður tækisins fraus á versta tíma og tók tuttugu mínútur að endurræsa. Forstjóri spítalans kallaður á vettvang. 28. maí 2015 13:45