Enski boltinn

Henry: De Gea átti að vera besti ungi leikmaðurinn en ekki Kane

Anton Ingi Leifsson skrifar
Henry setur upp svip.
Henry setur upp svip. vísir/getty
Thierry Henry, Arsenal goðsögnin, segir að David de Gea, markvörður Manchester United, hafi átt að vera kosinn besti ungi leikmaður ársins, en ekki Harry Kane, framherji Tottenham.

De Gea var frábær í marki United í gær eins og oft áður á tímabilinu, en hann bjargaði United meðal annars með frábærri vörslu þegar Glenn Murray slapp í gegn.

„Ég hefði kosið hann unga leikmann ársins. Sjáiði hvað hann er búinn að gera fyrir United á þesssu tímabili," sagði þessi fyrrum framherji Arsenal í Saturday Night Football á Sky Sports í gærkvöldi.

„Hann hefur unnið svo mörg stig fyrir þetta lið og fyrir þá einföldu ástæðu er hann besti ungi leikmaður ársins að mínu mati."

De Gea hefur verið orðaður við Real Madrid í vetur, en Henry telur að það sé mikilægt fyrir United að halda dea Gea á Englandi.

„Sem markmaður er það erfitt að vinna stig, en hann gerði það. Hann hélt Crystal Palace í skefjum og hversu oft höfum við séð þetta á þessu tímabili?" sagði Henry að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×