Enski boltinn

United-slúðrið: Gareth Bale inn en þeir Van Persie og Di Maria út

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Bale.
Gareth Bale. Vísir/Getty
Ensku blöðin einbeita sér nær öll að Manchester United í morgun og nær öll eru á því að Gareth Bale sé á leiðinni á Old Trafford í sumar.

Það gengur lítið upp hjá Gareth Bale hjá Real Madrid þessa daganna og þessi dýrasti knattspyrnumaður heims gæti því verið á leiðinni aftur í enska boltann.

Bale fær mesta gagnrýnina nú þegar Real Madrid er úr leik í Meistaradeildinni og nánast búið að missa af spænska titlinum líka. Liðið er síðan fyrir nokkru dottið út úr bikarnum og það stefnir allt í titlalausan vetur hjá Carlo Ancelotti og lærisveinum hans.

Daily Mirror segir frá því að til þess að búa til pláss fyrir Gareth Bale þá ætli Manchester United að láta þá Robin van Persie og Angel Di Maria fara og spara með því 500 þúsund pund í launakostnað á viku sem eru um 103 milljónir íslenskra króna.

Van Persie og Di Maria hafa ekki staðið undir því að vera frá 250 þúsund pund í laun á viku og Angel Di Maria hefur ekki verið sá súpermaður sem United vonaðist eftir þegar félagið keypti hann á 59,7 milljónir punda síðasta sumar.

Manchester United missti af því að næla í  Gareth Bale þegar Real Madrid keypti hann á 85 milljónir punda frá Tottenham sumarið 2013. Daily Star telur að kaupverðið verði í kringum 80 milljónir punda.

Fleiri blöð velta sér upp úr framtíðinni í leikmannamálum Manchester United. Daily Mail slær því upp að Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United ætli að bjóða 45 milljónir punda í Harry Kane, framherja Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×