Enski boltinn

Kókaín mældist í blóði leikmanns Hull

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jake Livemore er í vondum málum.
Jake Livemore er í vondum málum. vísir/getty
Jake Livermore, leikmaður Hull City, féll á lyfjaprófi eftir sigur Tígranna á Crystal Palace í síðasta mánuði.

Kókaín mældist í blóði hins 25 ára gamla Livermore sem mun ekki spila síðustu tvo leiki Hull á tímabilinu. Hann gæti fengið allt að sex mánaða bann fyrir lyfjamisnotkunina.

Livermore hefur verið byrjunarliði Hull í öllum deildarleikjum á tímabilinu nema einum en hann hefur spilað með Hull undanfarin tvö tímabil. Livermore var keyptur frá Tottenham fyrir átta milljónir punda en Spurs er einmitt næsti mótherji Hull í deildinni.

Hull er í vondum málum í 18. og þriðja neðsta sæti deildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið. Tígrarnir eru tveimur stigum frá öruggu sæti en þeir eiga eftir að spila við Tottenham á útivelli og Manchester United á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×