Enski boltinn

Boro í úrslitaleikinn í umspilinu | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Middlesbrough er komið í úrslitaleikinn í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Boro vann öruggan 3-0 sigur á Brentford í seinni leik liðanna í undanúrslitunum í kvöld og viðureignina samanlagt 5-1.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.

Lee Tomlin skoraði eina mark fyrri hálfleiks en í þeim seinni bættu Kike og Albert Adomah við mörkum og öruggur sigur Middlesbrough staðreynd.

Middlesbrough, sem hefur ekki leikið í deild þeirra bestu frá tímabilinu 2008-09, mætir annað hvort Norwich eða Ipswich í úrslitaleiknum á Wembley 25. maí næstkomandi.


Tengdar fréttir

Miðvörður Middlesbrough hetjan í uppbótartíma

Varamaðurinn Fernando Amorebieta tryggði Middlesbrough 2-1 útisigur á Brentford í fyrri undanúrslitaleik liðanna í umspilinu um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en leikurinn fór fram á heimavelli Brentford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×