Yfirheyrslum lokið í Ölgerðarmálinu: Auglýsingastofan opnar bókhaldið Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2015 13:28 Starfsmaður Ölgerðarinnar sem hefur verið kærður starfaði sem vörumerkjastjóri innan fyrirtækisins. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um meint fjársvik í Ölgerðarmálinu svokallaða hafa verið yfirheyrðir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem er með málið til rannsóknar. Greint var frá því í síðustu viku að Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefði vikið einum af vörumerkjastjórum sínum úr starfi og hann kærður fyrir meint fjársvik í starfi. Málið varðaði að sögn Ölgerðarinnar tilhæfulausa reikninga sem gefnir voru út af auglýsingastofunni Vert og voru stílaðir á Ölgerðina. Starfsmaður Verts var einnig kærður vegna málsins en eigendur stofunnar sendu í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðust vera miður sín vegna málsins. Sögðu eigendurnir að verklag með meðhöndlun reikning hafi verið ámælisvert en það hafi aldrei verið ætlunin að valda Ölgerðinni fjártjóni. Lýstu þeir því jafnframt yfir að bókhald Verts hafi verið opnað til þess að upplýsa málið. Hafliði Þórðarson er yfirmaður auðgunarbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hann segir mennina tvo, starfsmann Ölgerðarinnar og starfsmenn Verts, hafa verið yfirheyrða í síðustu viku. Hann gat ekki gefið upp hvort mennirnir tveir neituðu sök eða hefðu játað á sig brotin en hann sagði engan hafa verið hnepptan í varðhald vegna málsins. Hann svaraði því neitandi þegar hann var spurður hvort fleiri væru grunaðir í málinu en þessir tveir sem hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. Vísir ræddi við Andra Þór Guðmundsson, forstjóra Ölgerðarinnar, í síðustu viku vegna málsins og sagði hann um umtalsverðar fjárhæðir að ræða. „Það þarf ekki að fara nánar út í það en ég held að það sé augljóst að þetta eru ekki hundrað þúsund kallar.“ Tengdar fréttir Ölgerðin kærir tvo fyrir meint fjársvik: „Þetta eru töluverðar fjárhæðir“ Vörumerkjastjóri Ölgerðarinnar tekinn til yfirheyrslu og starfsmaður auglýsingastofu. 11. maí 2015 20:52 Reikningarnir til Ölgerðarinnar komu frá Vert Eigendur Vert markaðsstofu segjast miður sín vegna málsins. Ekki hafi verið ætlunin að valda fjártjóni. 11. maí 2015 23:27 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Mennirnir tveir sem grunaðir eru um meint fjársvik í Ölgerðarmálinu svokallaða hafa verið yfirheyrðir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem er með málið til rannsóknar. Greint var frá því í síðustu viku að Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefði vikið einum af vörumerkjastjórum sínum úr starfi og hann kærður fyrir meint fjársvik í starfi. Málið varðaði að sögn Ölgerðarinnar tilhæfulausa reikninga sem gefnir voru út af auglýsingastofunni Vert og voru stílaðir á Ölgerðina. Starfsmaður Verts var einnig kærður vegna málsins en eigendur stofunnar sendu í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðust vera miður sín vegna málsins. Sögðu eigendurnir að verklag með meðhöndlun reikning hafi verið ámælisvert en það hafi aldrei verið ætlunin að valda Ölgerðinni fjártjóni. Lýstu þeir því jafnframt yfir að bókhald Verts hafi verið opnað til þess að upplýsa málið. Hafliði Þórðarson er yfirmaður auðgunarbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hann segir mennina tvo, starfsmann Ölgerðarinnar og starfsmenn Verts, hafa verið yfirheyrða í síðustu viku. Hann gat ekki gefið upp hvort mennirnir tveir neituðu sök eða hefðu játað á sig brotin en hann sagði engan hafa verið hnepptan í varðhald vegna málsins. Hann svaraði því neitandi þegar hann var spurður hvort fleiri væru grunaðir í málinu en þessir tveir sem hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. Vísir ræddi við Andra Þór Guðmundsson, forstjóra Ölgerðarinnar, í síðustu viku vegna málsins og sagði hann um umtalsverðar fjárhæðir að ræða. „Það þarf ekki að fara nánar út í það en ég held að það sé augljóst að þetta eru ekki hundrað þúsund kallar.“
Tengdar fréttir Ölgerðin kærir tvo fyrir meint fjársvik: „Þetta eru töluverðar fjárhæðir“ Vörumerkjastjóri Ölgerðarinnar tekinn til yfirheyrslu og starfsmaður auglýsingastofu. 11. maí 2015 20:52 Reikningarnir til Ölgerðarinnar komu frá Vert Eigendur Vert markaðsstofu segjast miður sín vegna málsins. Ekki hafi verið ætlunin að valda fjártjóni. 11. maí 2015 23:27 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Ölgerðin kærir tvo fyrir meint fjársvik: „Þetta eru töluverðar fjárhæðir“ Vörumerkjastjóri Ölgerðarinnar tekinn til yfirheyrslu og starfsmaður auglýsingastofu. 11. maí 2015 20:52
Reikningarnir til Ölgerðarinnar komu frá Vert Eigendur Vert markaðsstofu segjast miður sín vegna málsins. Ekki hafi verið ætlunin að valda fjártjóni. 11. maí 2015 23:27