Enski boltinn

Hvað var Fabregas að hugsa?

Cesc Fabregas, leikmanni Chelsea, liggur greinilega á að komast í sumarfrí því hann nældi sér í ótrúlegt rautt spjald í kvöld.

Þá ákvað hann að sparka háum bolta inn í þvögu af leikmönnum WBA og Chelsea sem voru að rífast. Boltinn fór í höfuð leikmanns WBA og dómarinn gat ekki annað en hent Fabregas af velli.

Chelsea er því marki og manni undir í hálfleik. Þetta ótrúlega atvik má sjá í spilaranum að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×