Enski boltinn

Mourinho: Toppdómari hefði notað orð en ekki rautt spjald

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas fær ég rauða spjaldið í gær.
Cesc Fabregas fær ég rauða spjaldið í gær. Vísir/EPA
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, sá ástæðu til að kvarta yfir rauða spjaldinu sem Cesc Fabregas fékk í gær þegar Englandsmeistarar Chelsea steinlágu þá 3-0 á móti West Brom í næstsíðasta leik sínum á tímabilinu.

Cesc Fabregas fékk rauða spjaldið fyrir að sparka boltanum þéttingsfast í Chris Brunt, leikmann West Brom á sama tíma og dómari leiksins, Mike Jones, var að róa niður Diego Costa og Gareth McAuley sem höfðu lent í orðaskaki.

Sjá einnig:WBA pakkaði Chelsea saman 

Mourinho gagnrýndi ákvörðun Mike Jones og taldi að dómarinn hefði átt að leysa þessa stöðu með orðum en ekki rauðu spjaldi.

„Reyndir dómarar sem eru yfirvegaðir og sterkir persónuleikar nota oft orðin til að hafa stjórn á leiknum," sagði Jose Mourinho og bætti við:

„Í svona leik þegar ekkert er undir þá var þetta ekkert stórmál. Það var engin árásarhneigð í þessum bolta. Einn af topp dómurunum hefði leyst þetta með orðum," sagði Mourinho.

Sá einnig:Hvað var Fabregas að hugsa?

„Michael ákvað að gefa rautt spjald og ég er algjörlega ósammála því," sagði Mourinho en þetta var aðeins þriðja tap Chelsea-liðsins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×