Hollenska stúlkan komin úr fangelsi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 19. maí 2015 12:00 Sautján ára hollensk stúlka sem sat í gæsluvarðhaldi í Kópavogsfangelsi ásamt móður sinni vegna fíkniefnasmygls er komin undir umsjón barnaverndaryfirvalda og hefur verið úrskurðuð í farbann. Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál hér á landi í lengri tíma. Lagt var hald á tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í farangri mæðgnanna eftir að þær komu til landsins frá Amsterdam í byrjun apríl. Svokallaðri tálbeituaðgerð var beitt eftir handtöku þeirra sem leiddi til þess að Íslendingur á þrítugsaldri var handtekinn á hótelherbergi í Reykjavík. Honum hefur þó verið sleppt úr haldi.Enn í farvegi Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir málefni stúlkunnar í ákveðnum farvegi hjá réttarvörslukerfinu. Málinu sé ekki lokið og enn til meðferðar, en þangað til dvelji hún í umsjá barnaverndaryfirvalda. „Um barn var að ræða þar sem það var með erlent ríkisfang og fylgdi móður sinni hingað til lands þá þurfti að gæta þess að aðskilnaður móður og barns færi fram með mjúkum hætti þannig að þetta yrði ekki of þungbært fyrir barnið,“ segir Bragi.Málið fordæmalaust Málið þótti sérlega vandasamt þar sem stúlkan er undir lögaldri. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er mælst til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum en málið er óvenjulegt þar sem um mæðgur er að ræða og tengsl þeirra náin. „Það eru ekki fordæmi hvað snertir erlenda ríkisborgara. Þetta mál er af því leytinu til mjög sérstakt. En þetta er hins vegar í samræmi við ákvæði nýrra laga í kjölfar lögfestingar barnasamnings Sameinuðu þjóðanna að þegar einstaklingur er á barnsaldri það er að segja yngri en átján ára þá er barnaverndinni skylt að útvega viðeigandi úrræði sem er í samræmi við bestu hagsmuni barnsins í málum af þessum toga.“ Gæsluvarðhaldi yfir móður stúlkunnar hefur tvívegis verið framlengt, síðast í síðustu viku um fjórar vikur. Tengdar fréttir Maðurinn sem veitti 20 kílóum af fíkniefnum viðtöku laus úr haldi Rúmlega tvítugur Íslendingur sem handtekinn var með um 20 kíló af fíkniefnum á föstudaginn langa hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi. 24. apríl 2015 15:52 Sautján ára stúlka í gæsluvarðhaldi Mæðgur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir tilraun til stórfellds smygls. Stúlkan er barn samkvæmt lögum en vegna náinna tengsla sakborninga þykir ekki rétt að senda hana í sérstakt úrræði á vegum barnaverndar. 14. apríl 2015 07:00 Mæðgurnar taldar hafa verið burðardýr Konurnar tvær sem handteknar voru á Keflavíkurflugvelli eru í kringum tvítugt og fertugt. 10. apríl 2015 16:17 Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum Samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. apríl. 10. apríl 2015 13:41 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Sautján ára hollensk stúlka sem sat í gæsluvarðhaldi í Kópavogsfangelsi ásamt móður sinni vegna fíkniefnasmygls er komin undir umsjón barnaverndaryfirvalda og hefur verið úrskurðuð í farbann. Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál hér á landi í lengri tíma. Lagt var hald á tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í farangri mæðgnanna eftir að þær komu til landsins frá Amsterdam í byrjun apríl. Svokallaðri tálbeituaðgerð var beitt eftir handtöku þeirra sem leiddi til þess að Íslendingur á þrítugsaldri var handtekinn á hótelherbergi í Reykjavík. Honum hefur þó verið sleppt úr haldi.Enn í farvegi Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir málefni stúlkunnar í ákveðnum farvegi hjá réttarvörslukerfinu. Málinu sé ekki lokið og enn til meðferðar, en þangað til dvelji hún í umsjá barnaverndaryfirvalda. „Um barn var að ræða þar sem það var með erlent ríkisfang og fylgdi móður sinni hingað til lands þá þurfti að gæta þess að aðskilnaður móður og barns færi fram með mjúkum hætti þannig að þetta yrði ekki of þungbært fyrir barnið,“ segir Bragi.Málið fordæmalaust Málið þótti sérlega vandasamt þar sem stúlkan er undir lögaldri. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er mælst til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum en málið er óvenjulegt þar sem um mæðgur er að ræða og tengsl þeirra náin. „Það eru ekki fordæmi hvað snertir erlenda ríkisborgara. Þetta mál er af því leytinu til mjög sérstakt. En þetta er hins vegar í samræmi við ákvæði nýrra laga í kjölfar lögfestingar barnasamnings Sameinuðu þjóðanna að þegar einstaklingur er á barnsaldri það er að segja yngri en átján ára þá er barnaverndinni skylt að útvega viðeigandi úrræði sem er í samræmi við bestu hagsmuni barnsins í málum af þessum toga.“ Gæsluvarðhaldi yfir móður stúlkunnar hefur tvívegis verið framlengt, síðast í síðustu viku um fjórar vikur.
Tengdar fréttir Maðurinn sem veitti 20 kílóum af fíkniefnum viðtöku laus úr haldi Rúmlega tvítugur Íslendingur sem handtekinn var með um 20 kíló af fíkniefnum á föstudaginn langa hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi. 24. apríl 2015 15:52 Sautján ára stúlka í gæsluvarðhaldi Mæðgur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir tilraun til stórfellds smygls. Stúlkan er barn samkvæmt lögum en vegna náinna tengsla sakborninga þykir ekki rétt að senda hana í sérstakt úrræði á vegum barnaverndar. 14. apríl 2015 07:00 Mæðgurnar taldar hafa verið burðardýr Konurnar tvær sem handteknar voru á Keflavíkurflugvelli eru í kringum tvítugt og fertugt. 10. apríl 2015 16:17 Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum Samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. apríl. 10. apríl 2015 13:41 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Maðurinn sem veitti 20 kílóum af fíkniefnum viðtöku laus úr haldi Rúmlega tvítugur Íslendingur sem handtekinn var með um 20 kíló af fíkniefnum á föstudaginn langa hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi. 24. apríl 2015 15:52
Sautján ára stúlka í gæsluvarðhaldi Mæðgur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir tilraun til stórfellds smygls. Stúlkan er barn samkvæmt lögum en vegna náinna tengsla sakborninga þykir ekki rétt að senda hana í sérstakt úrræði á vegum barnaverndar. 14. apríl 2015 07:00
Mæðgurnar taldar hafa verið burðardýr Konurnar tvær sem handteknar voru á Keflavíkurflugvelli eru í kringum tvítugt og fertugt. 10. apríl 2015 16:17
Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum Samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. apríl. 10. apríl 2015 13:41