Auknar líkur á sumarþingi Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2015 12:45 Líkur hafa aukist á að Alþingi starfi áfram í júní vegna mögulegs frumvarps frá fjármálaráðherra um afnám gjaldeyrishafta. Umræðum um virkjanamál verður framhaldið á Alþingi í dag og reiknar forseti þingsins ekki með að henni ljúki í dag. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eiga eldhúsdagsumræður að fara fram á þinginu miðvikudaginn í næstu viku og fresta á þingstörfum hinn 29. maí. Miklar umræður áttu sér stað í síðustu viku um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta og enn eru ellefu þingmenn á mælendaskrá, þar af fjórir stjórnarliðar. Einar K. Guðfinsson forseti Alþingis reiknar með að umræðurnar taki allan daginn í dag. „Jú, ég geri ráð fyrir því að dagurinn fari í þetta mál. Þetta er auðvitað stórt mál, þetta er umdeilt mál eins og við vitum. Margir hafa mikla þörf af þeim ástæðum að tjá sig um málið,“ segir Einar.Hann geris ér ekki vonir um að umræðunni ljúki í dag og málið því áfram rætt inn í vikuna. Miklar líkur eru á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra freisti þess að leggja fram frumvarp um afnám gjaldeyrishafta áður en vorþingi lýkur. Frumvarpið var ekki lagt fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun en ráðherrann hefur sagt að undirbúningur þess væri á lokastigi.Ef frumvarpið kemur fram, eru þá ekki líkur á að þing þurfi að starfa eitthvað inn í sumarið?„Svo kann auðvitað að fara. Ég hef að sjálfsögðu ekki séð þetta frumvarp né veit ég hvenær það verður lagt fram. Við verðum einfaldlega að taka þá stöðu þegar hún er komin upp og við stöndum frammi fyrir því. Ég mun þá auðvitað reyna að ræða það við bæði forystumenn ríkisstjórnarinnar og ekki síður forystumenn þingflokkanna,“ segir forseti Alþingis. Komi frumvarpið fram í þessari viku eða þeirri næstu má telja víst að ríkisstjórnin leggði áherslu á að það fengist afgreitt á yfirstandandi þingi enda yrði að öðrum kosti að leggja málið fyrir Alþingi að nýju á haustþingi. Það eru því líkur á sumarþingi. „Ég hef skilið það svo að þetta mál sé þess eðlis og þannig vaxið að það verði að ljúka því á þessu þingi. Ég á ekki von á öðru en það sé góður skilningur á því. Þarna eru auðvitað miklir hagsmunir í húsi“ segir Einar.Þannig að ef frumvarpið kemur fram yrði sumarþing, menn færu ekki að draga það fram á haustið?„Ég vil bara engu spá um það að málinu óséðu og án þess að hafa haft tækifæri til að ræða þessi mál við forystumenn ríkisstjórnar og þingflokka,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Sjá meira
Líkur hafa aukist á að Alþingi starfi áfram í júní vegna mögulegs frumvarps frá fjármálaráðherra um afnám gjaldeyrishafta. Umræðum um virkjanamál verður framhaldið á Alþingi í dag og reiknar forseti þingsins ekki með að henni ljúki í dag. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eiga eldhúsdagsumræður að fara fram á þinginu miðvikudaginn í næstu viku og fresta á þingstörfum hinn 29. maí. Miklar umræður áttu sér stað í síðustu viku um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta og enn eru ellefu þingmenn á mælendaskrá, þar af fjórir stjórnarliðar. Einar K. Guðfinsson forseti Alþingis reiknar með að umræðurnar taki allan daginn í dag. „Jú, ég geri ráð fyrir því að dagurinn fari í þetta mál. Þetta er auðvitað stórt mál, þetta er umdeilt mál eins og við vitum. Margir hafa mikla þörf af þeim ástæðum að tjá sig um málið,“ segir Einar.Hann geris ér ekki vonir um að umræðunni ljúki í dag og málið því áfram rætt inn í vikuna. Miklar líkur eru á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra freisti þess að leggja fram frumvarp um afnám gjaldeyrishafta áður en vorþingi lýkur. Frumvarpið var ekki lagt fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun en ráðherrann hefur sagt að undirbúningur þess væri á lokastigi.Ef frumvarpið kemur fram, eru þá ekki líkur á að þing þurfi að starfa eitthvað inn í sumarið?„Svo kann auðvitað að fara. Ég hef að sjálfsögðu ekki séð þetta frumvarp né veit ég hvenær það verður lagt fram. Við verðum einfaldlega að taka þá stöðu þegar hún er komin upp og við stöndum frammi fyrir því. Ég mun þá auðvitað reyna að ræða það við bæði forystumenn ríkisstjórnarinnar og ekki síður forystumenn þingflokkanna,“ segir forseti Alþingis. Komi frumvarpið fram í þessari viku eða þeirri næstu má telja víst að ríkisstjórnin leggði áherslu á að það fengist afgreitt á yfirstandandi þingi enda yrði að öðrum kosti að leggja málið fyrir Alþingi að nýju á haustþingi. Það eru því líkur á sumarþingi. „Ég hef skilið það svo að þetta mál sé þess eðlis og þannig vaxið að það verði að ljúka því á þessu þingi. Ég á ekki von á öðru en það sé góður skilningur á því. Þarna eru auðvitað miklir hagsmunir í húsi“ segir Einar.Þannig að ef frumvarpið kemur fram yrði sumarþing, menn færu ekki að draga það fram á haustið?„Ég vil bara engu spá um það að málinu óséðu og án þess að hafa haft tækifæri til að ræða þessi mál við forystumenn ríkisstjórnar og þingflokka,“ segir Einar K. Guðfinnsson.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Sjá meira