Enski boltinn

Hjörvar: Hefði getað farið í hausinn á dómaranum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas með umræddan bolta eftir atvikið.
Cesc Fabregas með umræddan bolta eftir atvikið. Vísir/Getty
Guðmundur Benediktsson og félagar í Messunni tóku fyrir rauða spjaldið hjá Cesc Fabregas í þættinum í gær en Spánverjinn var rekinn af velli í fyrri hálfleik í 3-0 tapi Englandsmeistara Chelsea á móti WBA í ensku úrvalsdeildinni í gær.

„Ég held að viðhorf Chelsea-manna til leiksins hafi endurspeglast í þessu atviki með Fabregas," sagði Hjörvar Hafliðason og Guðmundur Benediktsson spurði í kjölfarið um hvað fer í gegnum huga leikmanns sem gerir svona.  

„Hann vildi bara komast í frí," svaraði Gunnleifur Gunnleifsson sem var gestur þeirra Guðmundar og Hjörvars í þættinum. Chelsea var búið að tryggja sér titilinn fyrir löngu og leikurinn skipti engu máli.

Hjörvar býst ekki við því að Cesc Fabregas fari í langt bann fyrir þetta. „Hann verður viðstaddur þegar þeir lyfta titlinum á sunnudaginn. Þetta er svona grín sem er stundum í gangi fótbolta þegar menn sparka boltanum inn í þvögu," segir Hjörvar en bætti svo við:

„Mesta brjálæðið við þetta var að dómarinn var við hliðina á Chris Brunt, sem fær boltann í sig. Þar mátti ekki miklu muna," sagði Hjörvar.

„Það hefði verið mun verra ef að boltinn hann hefði sparkað boltanum í hausinn á dómaranum," segir Hjörvar en ætlaði Cesc Fabregas að hitta Chris Brunt.

„Ef einhver leikmaður í ensku úrvalsdeildinni getur teiknað boltann í hausinn á leikmanni þá er það Fabregas," sagði Hjörvar.

Það má sjá alla umræðu þeirra félagar um rauða spjaldið hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×