Enski boltinn

United skrefi nær Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Young fiskaði vítið sem United fékk.
Young fiskaði vítið sem United fékk. vísir/getty
Manchester United steig stórt skref í átt að Meistaradeildarsæti þegar liðið lagði Crystal Palace að velli, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

United hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn í dag, en þeir komust aftur á sigurbraut með marki frá Fellaini undir lokin.

Juan Mata kom United yfir með marki úr vítaspyrnu eftir nítján mínútna leik og þannig var staðan í hálfleik.

Jason Puncheon kom inná sem varamaður í hálfelik og það tók hann tólf mínútur að skora. Hann skaut þá í hausinn á Daley Blind úr aukaspyrnu og inn fór boltinn.

Sigurmarkið frá Marouane Fellaini kom tólf mínútum fyrir leikslok, en það gerði hann með skalla eftir afar athyglisvert úthlaup Julian Speroni í markinu.

Með sigrinum er United með sjö stiga forystu á Liverpool sem er í fimmta sætinu, en Liverpool þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda gegn Englandsmeisturum Chelsea á morgun. Stig gæti dugað, en þó væri það erfið staða.

0-1 - Mata: 1-1: 1-2:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×