Enski boltinn

Meistaradeildarsætið nánast úr sögunni hjá Liverpool | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Liverpool á nánast engan möguleika á að leika í Meistaradeildinni á næstu leiktíð eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Fyrirliðinn John Terry kom Chelsea yfir eftir fimm mínútna leik með hörkuskalla, en það var einnig fyrirliðinn hinu megin sem skoraði í fyrri hálfleik.

Steven Gerrard jafnaði metin einni mínútu fyrir lok fyrri hálfleiks, en það gerði hann einnig með skalla eftir hornspyrnu. Staðan 1-1 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var ekki mikið fyrir augað og lokatölur urðu 1-1 jafntefli sem gerir Liverpool erfitt fyrir að ná Meistaradeildarsætinu.

Þeir rauðklæddu út Bítlaborginni eru nú sex stigum á eftir Manchester United þegar tvær umferðir eru eftir. Manchester United er með fjórtán mörkum betri markatölu og því mun þetta verða afar, afar erfitt fyrir Liverpool að næla í Meistardeildarsæti á næstu leiktíð.

Gerrard jafnar í 1-1:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×