Framkvæmdir hafnar við Klettaskóla Atli Ísleifsson skrifar 30. apríl 2015 15:28 Borgarstjóri og nemendur úr Klettaskóla létu til skarar skríða í dag. Mynd/Reykjavíkurborg Borgarstjóri og nemendur úr Klettaskóla tóku í dag fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu við skólann. Stórvirk jarðvegsvinnutæki taka við á næstu dögum og grafa fyrir 3.400 fermetra viðbyggingu og auk hennar verða gerðar breytingar á eldra húsnæði skólans. Heildarkostnaður framkvæmda er um 2,6 milljarðar króna. Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Klettaskóla, segir að framkvæmdirnar muni gjörbylta starfi skólans til batnaðar og skapa nýja möguleika. „Með nýbyggingu og endurbótum á núverandi húsnæði verða meiriháttar breytingar á aðstöðu, aðgengi og þjónustu við nemendur.“ Að loknum jarðvegsframkvæmdum í sumar taka byggingaframkvæmdir við með haustinu. Þær munu taka í heildina um tvö ár og verður að fullu lokið haustið 2018.Kennslusundlaug, íþróttahús og félagsaðstaðaÍ tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að íþróttahús, tvær kennslusundlaugar og hátíðar- og matsalur komi norðvestan við gamla skólahúsið. „Austan við það mun rísa félagsmiðstöð. Verulegar endurbætur verða gerðar á núverandi húsi og ofan á það verður bætt við hæð með aðstöðu fyrir starfsfólk. Verkgreinastofur flytjast í eina smiðju og frístundaaðstaða verður þar sem nú er íþrótta- og matsalur. Endurbætur verða gerðar á upplýsingaveri og bókasafni, gangar verða breikkaðir, anddyri stækkað og aðgengismál verða lagfærð. Í heildina verða ferlimál bætt, leiðir innan og utanhúss styttar og gerðar greiðari. Þannig verður öll kennsla á einni hæð og allri félagsaðstöðu komið fyrir á neðri hæð hússins. Leiksvæði á lóð verður endurgert og mun það henta betur nemendum skólans.Milduð ásýnd fyrir nærliggjandi byggðÁhersla hefur við útfærslur að milda ásýnd nýrra húsa gagnvart aðliggjandi byggð, en nýjar byggingar verða að hluta til felldar inn í landið og þaktar með torfi. Viðbyggingin er höfð eins langt frá lóðarmörkum og mögulegt er og íþróttasalurinn niðurgrafinn til hálfs þannig að sá hluti hans sem stendur uppúr á norðurhorni lóðar samsvarar aðeins einni hæð.Klettaskóli þjónar landinu ölluKlettaskóli, sem áður var Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli, er sérskóli á grunnskólastigi og þjónar hann landinu öllu. Gamla skólahúsið var byggt í tveimur áföngum á árunum 1974 og 1985, en fyrirhugað var að byggja þriðja áfanga síðar og nú er loks komið að þeirri stund. Starfshópur sem vann að undirbúningi mannvirkjagerðarinnar áætlar að í náinni framtíð verði nemendur 80 - 100 talsins,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Krakkarnir í Klettaskóla fá sinn tennisdag Krökkunum í Klettaskóla er boðið í Tennishöllina í Kópavogi þriðjudaginn 10. mars þar sem haldið er upp á alþjóðlega tennisdaginn. 7. mars 2015 07:00 Róla fyrir hjólastóla við Klettaskóla "Það er frábært að fá leiktæki við hæfi og sem kemur til móts við þarfir barna í hjólastólum, sem annars geta ekki nýtt sér hefðbundnar rólur,“ segir Lára Magnea Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Klettaskóla. 7. maí 2014 17:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Borgarstjóri og nemendur úr Klettaskóla tóku í dag fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu við skólann. Stórvirk jarðvegsvinnutæki taka við á næstu dögum og grafa fyrir 3.400 fermetra viðbyggingu og auk hennar verða gerðar breytingar á eldra húsnæði skólans. Heildarkostnaður framkvæmda er um 2,6 milljarðar króna. Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Klettaskóla, segir að framkvæmdirnar muni gjörbylta starfi skólans til batnaðar og skapa nýja möguleika. „Með nýbyggingu og endurbótum á núverandi húsnæði verða meiriháttar breytingar á aðstöðu, aðgengi og þjónustu við nemendur.“ Að loknum jarðvegsframkvæmdum í sumar taka byggingaframkvæmdir við með haustinu. Þær munu taka í heildina um tvö ár og verður að fullu lokið haustið 2018.Kennslusundlaug, íþróttahús og félagsaðstaðaÍ tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að íþróttahús, tvær kennslusundlaugar og hátíðar- og matsalur komi norðvestan við gamla skólahúsið. „Austan við það mun rísa félagsmiðstöð. Verulegar endurbætur verða gerðar á núverandi húsi og ofan á það verður bætt við hæð með aðstöðu fyrir starfsfólk. Verkgreinastofur flytjast í eina smiðju og frístundaaðstaða verður þar sem nú er íþrótta- og matsalur. Endurbætur verða gerðar á upplýsingaveri og bókasafni, gangar verða breikkaðir, anddyri stækkað og aðgengismál verða lagfærð. Í heildina verða ferlimál bætt, leiðir innan og utanhúss styttar og gerðar greiðari. Þannig verður öll kennsla á einni hæð og allri félagsaðstöðu komið fyrir á neðri hæð hússins. Leiksvæði á lóð verður endurgert og mun það henta betur nemendum skólans.Milduð ásýnd fyrir nærliggjandi byggðÁhersla hefur við útfærslur að milda ásýnd nýrra húsa gagnvart aðliggjandi byggð, en nýjar byggingar verða að hluta til felldar inn í landið og þaktar með torfi. Viðbyggingin er höfð eins langt frá lóðarmörkum og mögulegt er og íþróttasalurinn niðurgrafinn til hálfs þannig að sá hluti hans sem stendur uppúr á norðurhorni lóðar samsvarar aðeins einni hæð.Klettaskóli þjónar landinu ölluKlettaskóli, sem áður var Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli, er sérskóli á grunnskólastigi og þjónar hann landinu öllu. Gamla skólahúsið var byggt í tveimur áföngum á árunum 1974 og 1985, en fyrirhugað var að byggja þriðja áfanga síðar og nú er loks komið að þeirri stund. Starfshópur sem vann að undirbúningi mannvirkjagerðarinnar áætlar að í náinni framtíð verði nemendur 80 - 100 talsins,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Krakkarnir í Klettaskóla fá sinn tennisdag Krökkunum í Klettaskóla er boðið í Tennishöllina í Kópavogi þriðjudaginn 10. mars þar sem haldið er upp á alþjóðlega tennisdaginn. 7. mars 2015 07:00 Róla fyrir hjólastóla við Klettaskóla "Það er frábært að fá leiktæki við hæfi og sem kemur til móts við þarfir barna í hjólastólum, sem annars geta ekki nýtt sér hefðbundnar rólur,“ segir Lára Magnea Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Klettaskóla. 7. maí 2014 17:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Krakkarnir í Klettaskóla fá sinn tennisdag Krökkunum í Klettaskóla er boðið í Tennishöllina í Kópavogi þriðjudaginn 10. mars þar sem haldið er upp á alþjóðlega tennisdaginn. 7. mars 2015 07:00
Róla fyrir hjólastóla við Klettaskóla "Það er frábært að fá leiktæki við hæfi og sem kemur til móts við þarfir barna í hjólastólum, sem annars geta ekki nýtt sér hefðbundnar rólur,“ segir Lára Magnea Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Klettaskóla. 7. maí 2014 17:00