Innlent

Róla fyrir hjólastóla við Klettaskóla

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Rólan var tekin í notkun í morgun og á myndinni má sjá nemanda skólans prófa hana.
Rólan var tekin í notkun í morgun og á myndinni má sjá nemanda skólans prófa hana. MYND/KLETTASKÓLI
Ný róla, hönnuð fyrir þá sem eru í hjólastólum, var tekin í notkun í Klettaskóla í morgun. Rólan er íslensk framleiðsla og er með allra fyrstu af þessari gerð hér á landi. Þetta kemur fram á vefsíðu skólans.

Það var ferilnefnd Reykjavíkurborgar sem fjármagnaði róluna sem er sterklega byggð með öryggisgirðingu. Á síðu Klettaskóla segir að á því leiki enginn vafi að rólan muni gera frímínúturnar eftirsóknarverðari fyrir þá nemendur skólans sem eru í hjólastólum.

„Það er frábært að fá leiktæki við hæfi og sem kemur til móts við þarfir barna í hjólastólum, sem annars geta ekki nýtt sér hefðbundnar rólur,“ segir Lára Magnea Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Klettaskóla.

Verið sé að reyna að gera ýmislegt til þess að laga ástandið á leikvellinum við skólann. En þar hafi leiktæki lengi verið fá og leiksvæðið við skólann verið illa útbúið miðað við aðrar skólalóðir í borginni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×