Afskipti Hönnu Birnu „alvarleg og í hæsta máta ámælisverð“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. apríl 2015 19:39 Gerðar voru alvarlegar athugasemdir við upplýsingagjöf Hönnu Birnu. vísir/valli Minnihlutinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur afskipti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, hafa verið „alvarleg og í hæsta máta ámælisverð“. Telur hann þó ekki forsendur til frekari skoðunar á málinu í ljósi yfirlýsinga Hönnu Birnu gagnvart umboðsmanni Alþingis.Málið dregið óþarflega á langinn Þetta kemur fram í áliti minnihlutans sem birt var á vef Alþingis í kvöld. Meirihlutinn birti álit sitt fyrr í dag. Þar eru meðal annars gerðar alvarlegar athugasemdir við upplýsingagjöf Hönnu Birnu í skriflegu svari, í þingsal og fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem hafi verið til þess fallin að draga umfjöllun um málið óþarflega á langinn.Gísli Freyr Valdórsson hlaut átta mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir lekann.vísir/ernirHefði getað svarað með mun skýrari hætti Þá hafi þingmenn ekki fengið fullnægjandi upplýsingar til að geta tekið upplýsta afstöðu til málsins. Telur minnihlutinn að Hanna Birna hefði getað svarað spurningum þingmanna um minnisblaðið mun fyrr og með skýrari hætti. Hún hefði getað upplýst að útbúið hefði verið minnisblað í ráðuneytinu um málið en að þar hefðu ekki verið þær meiðandi upplýsingar sem fram komu í fjölmiðlum.Alvarlegar yfirlýsingar ráðherrans Jafnframt gagnrýnir minnihlutinn orð ráðherrans í garð undirstofnana ráðuneytisins, lögmanna, Rauða krossins og fleiri aðila og segir hana hafa ýjað að því að starfsmenn þessara aðila auk lögmanna gætu hafa brotið gegn ákvæðum um þagnarskyldu. „Slíkar yfirlýsingar hljóta að teljast alvarlegar af hálfu ráðherra og meiðandi fyrir hlutaðeigandi aðila,“ segir í álitinu. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sagði í áliti sínu í dag að umfjöllun um þátt Hönnu Birnu í lekamálinu hefði lokið með áliti umboðsmanns Alþingis. Hún hafi borið pólitíska ábyrgð með afsögn sinni og bendir á að fyrrum aðstoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valdórsson, hlaut dóm fyrir brot í starfi. Alþingi Lekamálið Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Sjá meira
Minnihlutinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur afskipti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, hafa verið „alvarleg og í hæsta máta ámælisverð“. Telur hann þó ekki forsendur til frekari skoðunar á málinu í ljósi yfirlýsinga Hönnu Birnu gagnvart umboðsmanni Alþingis.Málið dregið óþarflega á langinn Þetta kemur fram í áliti minnihlutans sem birt var á vef Alþingis í kvöld. Meirihlutinn birti álit sitt fyrr í dag. Þar eru meðal annars gerðar alvarlegar athugasemdir við upplýsingagjöf Hönnu Birnu í skriflegu svari, í þingsal og fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem hafi verið til þess fallin að draga umfjöllun um málið óþarflega á langinn.Gísli Freyr Valdórsson hlaut átta mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir lekann.vísir/ernirHefði getað svarað með mun skýrari hætti Þá hafi þingmenn ekki fengið fullnægjandi upplýsingar til að geta tekið upplýsta afstöðu til málsins. Telur minnihlutinn að Hanna Birna hefði getað svarað spurningum þingmanna um minnisblaðið mun fyrr og með skýrari hætti. Hún hefði getað upplýst að útbúið hefði verið minnisblað í ráðuneytinu um málið en að þar hefðu ekki verið þær meiðandi upplýsingar sem fram komu í fjölmiðlum.Alvarlegar yfirlýsingar ráðherrans Jafnframt gagnrýnir minnihlutinn orð ráðherrans í garð undirstofnana ráðuneytisins, lögmanna, Rauða krossins og fleiri aðila og segir hana hafa ýjað að því að starfsmenn þessara aðila auk lögmanna gætu hafa brotið gegn ákvæðum um þagnarskyldu. „Slíkar yfirlýsingar hljóta að teljast alvarlegar af hálfu ráðherra og meiðandi fyrir hlutaðeigandi aðila,“ segir í álitinu. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sagði í áliti sínu í dag að umfjöllun um þátt Hönnu Birnu í lekamálinu hefði lokið með áliti umboðsmanns Alþingis. Hún hafi borið pólitíska ábyrgð með afsögn sinni og bendir á að fyrrum aðstoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valdórsson, hlaut dóm fyrir brot í starfi.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels