Aron Bjarnason: Verið svolítið einmana Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. apríl 2015 09:30 „Mér finnst við vera með spennandi lið. Við höfum getu til að spila skemmtilegan fótbolta og ég held við munum líta betur út eftir hraðmótið,“ segir Aron Bjarnason, einn af nýliðunum í Eyjaliðinu. Fréttablaðið og Vísir spáir ÍBV falli úr deildinni í sumar. Það hefur misst marga góða menn og gengið á undirbúningstímabilinu ekki verið gott. Þar hefur gengið illa að skora. „Mér finnst þetta ekki áhyggjuefni. Á þeim fáu æfingum sem ég hef verið á sé ég gæði í liðinu fram á við,“ segir Aron, en hvað með erlendu leikmennina. Hvernig eru þeir? „Varnarmennirnir frá Noregi finnst mér vera mjög góðir leikmenn. Þeir eru sterkir og góðir í loftinu. Þeir munu nýtast okkur mjög vel. Hollendinginn hef ég ekki séð þar sem ég æfi ekki með liðinu.“Einn í Reykjavík Aron er að klára framhaldsskólanám í Reykjavík og er þess vegna ekki enn fluttur til Eyja. Hann hefur þurft að æfa og halda sér í standi nánast einn í allan vetur. „Ég hef verið einn síðan í janúar. Það er ekkert sérstakt sko. Ég hef verið svolítið einmana en fengið að kíkja stundum á æfingar hjá uppeldisfélagi mínu Þrótti. Það hefur verið að bjarga mér,“ segir Aron. „Ég fer í ræktina og svo hafa landsbyggðarliðin verið að æfa saman auk þess sem ÍBV á einhverja tíma í sporthúsinu. Ég get ekki beðið eftir því að komast til Eyja og æfa við almennilegar aðstæður.“Gefum skít í spána Aron hefur vægast sagt engar áhyggjur af einhverjum spám. Hann telur Eyjaliðið of gott til að falla í ár. „Mér er alveg nákvæmlega sama hvar okkur er spáð. Við teljum okkur vera betri en þetta þannig við gefum skít í þetta. Það er bara þannig,“ segir Aron ákveðinn. Jóhannes Harðarson, Skagamaður, tók við liði ÍBV í vetur. Aron þekkir hann betur en flestir því Jóhannes er frændi hans. „Þó ég sé nú ekki svo gamall hef ég spilað fyrir ansi marga þjálfara í meistaraflokki. Ég sé ekki mikinn mun á því að spila fyrir frænda sinn eða aðra,“ segir Aron, en hvernig þjálfari er Jóhannes? „Hann vill spila boltanum með jörðinni og spila sóknarbolta sem á að skila árangri. Hann er ekkert rosalega harður en þegar þá á við getur hann orðið reiður.“ Sjálfur hefur Aron bullandi trú á sjálfum sér og hann ætlar að láta taka eftir sér í Pepsi-deildinni í sumar. „Ég vil spila sem mest og ég tel að ef ég fæ að spila get ég gert góða hluti; bæði lagt upp mörk og skorað. Ég get gert helling fyrir liðið,“ segir Aron Bjarnason.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óttar Bjarni: Ég var smá kjötbolla Miðvörður nýliða Leiknis í Pepsi-deildinni í fótbolta á Sigursteini Gíslasyni heitnum mikið að þakka. 20. apríl 2015 09:30 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
„Mér finnst við vera með spennandi lið. Við höfum getu til að spila skemmtilegan fótbolta og ég held við munum líta betur út eftir hraðmótið,“ segir Aron Bjarnason, einn af nýliðunum í Eyjaliðinu. Fréttablaðið og Vísir spáir ÍBV falli úr deildinni í sumar. Það hefur misst marga góða menn og gengið á undirbúningstímabilinu ekki verið gott. Þar hefur gengið illa að skora. „Mér finnst þetta ekki áhyggjuefni. Á þeim fáu æfingum sem ég hef verið á sé ég gæði í liðinu fram á við,“ segir Aron, en hvað með erlendu leikmennina. Hvernig eru þeir? „Varnarmennirnir frá Noregi finnst mér vera mjög góðir leikmenn. Þeir eru sterkir og góðir í loftinu. Þeir munu nýtast okkur mjög vel. Hollendinginn hef ég ekki séð þar sem ég æfi ekki með liðinu.“Einn í Reykjavík Aron er að klára framhaldsskólanám í Reykjavík og er þess vegna ekki enn fluttur til Eyja. Hann hefur þurft að æfa og halda sér í standi nánast einn í allan vetur. „Ég hef verið einn síðan í janúar. Það er ekkert sérstakt sko. Ég hef verið svolítið einmana en fengið að kíkja stundum á æfingar hjá uppeldisfélagi mínu Þrótti. Það hefur verið að bjarga mér,“ segir Aron. „Ég fer í ræktina og svo hafa landsbyggðarliðin verið að æfa saman auk þess sem ÍBV á einhverja tíma í sporthúsinu. Ég get ekki beðið eftir því að komast til Eyja og æfa við almennilegar aðstæður.“Gefum skít í spána Aron hefur vægast sagt engar áhyggjur af einhverjum spám. Hann telur Eyjaliðið of gott til að falla í ár. „Mér er alveg nákvæmlega sama hvar okkur er spáð. Við teljum okkur vera betri en þetta þannig við gefum skít í þetta. Það er bara þannig,“ segir Aron ákveðinn. Jóhannes Harðarson, Skagamaður, tók við liði ÍBV í vetur. Aron þekkir hann betur en flestir því Jóhannes er frændi hans. „Þó ég sé nú ekki svo gamall hef ég spilað fyrir ansi marga þjálfara í meistaraflokki. Ég sé ekki mikinn mun á því að spila fyrir frænda sinn eða aðra,“ segir Aron, en hvernig þjálfari er Jóhannes? „Hann vill spila boltanum með jörðinni og spila sóknarbolta sem á að skila árangri. Hann er ekkert rosalega harður en þegar þá á við getur hann orðið reiður.“ Sjálfur hefur Aron bullandi trú á sjálfum sér og hann ætlar að láta taka eftir sér í Pepsi-deildinni í sumar. „Ég vil spila sem mest og ég tel að ef ég fæ að spila get ég gert góða hluti; bæði lagt upp mörk og skorað. Ég get gert helling fyrir liðið,“ segir Aron Bjarnason.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óttar Bjarni: Ég var smá kjötbolla Miðvörður nýliða Leiknis í Pepsi-deildinni í fótbolta á Sigursteini Gíslasyni heitnum mikið að þakka. 20. apríl 2015 09:30 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Óttar Bjarni: Ég var smá kjötbolla Miðvörður nýliða Leiknis í Pepsi-deildinni í fótbolta á Sigursteini Gíslasyni heitnum mikið að þakka. 20. apríl 2015 09:30
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn