Pírati fékk ekki tækifæri til að svara Anna Guðjónsdóttir skrifar 22. apríl 2015 17:20 Jón Þór, þingmaður Pírata, segir aðfarir þingvarðar réttlætanlegar. Vísir/Vilhelm Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segist ekki hafa fengið tækifæri til að svara beiðni Ásmundar Friðrikssonar þar sem hann fór fram á að Píratar myndu biðjast afsökunar. Ásmundur, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að Píratar hafi gefið í skyn að þingvörður hafi farið offari gegn manni sem framdi skemmdarverk fyrir utan Alþingishúsið. Mótmælendur komu saman í síðustu viku við Alþingishúsið til að mótmæla því að 888 dagar væri frá því að Alþingi samþykkti að rannsaka einkavæðingu bankanna. Þeir krítuðu á stétt fyrir utan Alþingishúsið, en þingvörður sprautar vatni á gangstéttina og að því virðist, mótmælendur einnig. Þingvörðurinn sést síðan snúa einn mótmælendanna niður. „Á myndböndunum var í fyrstu ekki ljóst hvað gerðist, en eitthvað ofbeldi átti sér stað. Það var ekki ljóst hvort það væri réttlætanlegt og ég tel að það sé góð regla að ef ofbeldi á sér stað þá skuli það rannsakað hvort það hafi verið réttlætanlegt,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Jón Þór ræddi við þingverðina og sendi forseta Alþingis bréf um málið. Ásmundur Friðriksson fór fram á að Píratar myndu biðjast afsökunar.Vísir/VilhelmÞurfti sjálfur að biðjast afsökunar Eftir atburði síðustu viku þar sem mótmælandi var snúinn niður af þingverði fóru Píratar fram á að málið yrði rannsakað. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, segir að þingvörður hafi brugðist rétt við og tekur Jón Þór undir. „Maðurinn sést grípa í vörðinn eða slönguna. Þingvörðurinn hörfar þá nokkra vegalengd þar til hann snýr manninn af sér. Það er augljóst að þetta var réttlætanlegt hjá verðinu,“ segir Jón Þór. „Á myndbandinu sést að þingvörður sprautar vatni á mótmælendur sem er ekki fagleg aðferð þegar þú nálgast kringumstæður þar sem markmiðið er að tryggja öryggi. Mótmælendurnir voru ekki að ógna öryggi,“ segir Jón Þór. „Ég ræddi þetta við þingverðina benti þeim á að skoða þessa ferla og þeir tóku bara vel í það.“ „Ásmundur kannaði ekki þetta mál né talaði við öryggisvörðinn. Hann fór beint með þetta í störf þingsins og fer með rangt mál. Hann segir við höfum meðal annars ásakað þingvörðinn. Ég kynnti mér aðeins lagalegu stöðuna,“ segir Jón Þór. Hann telur mögulegt að það liggi þungt á Ásmundi að hafa sjálfur þurft að biðjast afsökunar eftir ummæli sín um hvort væri búið að rannsaka bakgrunn múslima hér á landi. Alþingi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segist ekki hafa fengið tækifæri til að svara beiðni Ásmundar Friðrikssonar þar sem hann fór fram á að Píratar myndu biðjast afsökunar. Ásmundur, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að Píratar hafi gefið í skyn að þingvörður hafi farið offari gegn manni sem framdi skemmdarverk fyrir utan Alþingishúsið. Mótmælendur komu saman í síðustu viku við Alþingishúsið til að mótmæla því að 888 dagar væri frá því að Alþingi samþykkti að rannsaka einkavæðingu bankanna. Þeir krítuðu á stétt fyrir utan Alþingishúsið, en þingvörður sprautar vatni á gangstéttina og að því virðist, mótmælendur einnig. Þingvörðurinn sést síðan snúa einn mótmælendanna niður. „Á myndböndunum var í fyrstu ekki ljóst hvað gerðist, en eitthvað ofbeldi átti sér stað. Það var ekki ljóst hvort það væri réttlætanlegt og ég tel að það sé góð regla að ef ofbeldi á sér stað þá skuli það rannsakað hvort það hafi verið réttlætanlegt,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Jón Þór ræddi við þingverðina og sendi forseta Alþingis bréf um málið. Ásmundur Friðriksson fór fram á að Píratar myndu biðjast afsökunar.Vísir/VilhelmÞurfti sjálfur að biðjast afsökunar Eftir atburði síðustu viku þar sem mótmælandi var snúinn niður af þingverði fóru Píratar fram á að málið yrði rannsakað. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, segir að þingvörður hafi brugðist rétt við og tekur Jón Þór undir. „Maðurinn sést grípa í vörðinn eða slönguna. Þingvörðurinn hörfar þá nokkra vegalengd þar til hann snýr manninn af sér. Það er augljóst að þetta var réttlætanlegt hjá verðinu,“ segir Jón Þór. „Á myndbandinu sést að þingvörður sprautar vatni á mótmælendur sem er ekki fagleg aðferð þegar þú nálgast kringumstæður þar sem markmiðið er að tryggja öryggi. Mótmælendurnir voru ekki að ógna öryggi,“ segir Jón Þór. „Ég ræddi þetta við þingverðina benti þeim á að skoða þessa ferla og þeir tóku bara vel í það.“ „Ásmundur kannaði ekki þetta mál né talaði við öryggisvörðinn. Hann fór beint með þetta í störf þingsins og fer með rangt mál. Hann segir við höfum meðal annars ásakað þingvörðinn. Ég kynnti mér aðeins lagalegu stöðuna,“ segir Jón Þór. Hann telur mögulegt að það liggi þungt á Ásmundi að hafa sjálfur þurft að biðjast afsökunar eftir ummæli sín um hvort væri búið að rannsaka bakgrunn múslima hér á landi.
Alþingi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Sjá meira