Yfir 20 dómar fyrnast vegna plássleysis í fangelsum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 22. apríl 2015 20:00 Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð í dag fyrir hádegisfundi um stöðu fangelsismála á Íslandi undir yfirskriftinni „Eru fangelsismál á Íslandi í klessu?“. Meðal frummælanda var Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Nei þau eru nú alls ekki í klessu en það er alvarlegt ástand, staðan er erfið. Það er gríðarlegt álag á þessu kerfi og hefur verið síðastliðin ár,“ segir Páll. Á fundinum mátti heyra miklar áhyggjur af stöðu fangelsismála á Íslandi. Á sama tíma og fjárveitingar til Fangelsismálastofnunar hefðu verið skornar niður um 25% síðastliðin ár, hefði verkefnum stofnunarinnar fjölgað umtalsvert. „Það er Alþingi sem hefur klikkað að mínu mati. Það er aldeilis ekki okkar fagráðuneyti, þar eru menn algjörlega á tánum og vita nákvæmlega hvað við erum að gera. Þar fáum við alltaf stuðning,“ segir Páll. Þegar sakborningur hefur verið dæmdur til fangelsisrefsingar er sent út bréf þar sem sá aðili er boðaður í afplánun. Hins vegar hefur í mörgum tilvikum ekki verið hægt að taka við föngum á tilsettum tíma vegna plássleysis í fangelsum landsins. En er algengt að dómar fyrnist vegna þess að fangar komast ekki á tilsettum tíma í afplánun? „Það var ekki algengt. Það þekktist ekki en hefur verið að aukast síðastliðin ár. Þetta voru rúmlega 20 refsingar í fyrra og verður meira í ár og verður meira næstu árin." Er það ekki bagalegt ástand? „Það er bara auðvitað bara til skammar,“ segir Páll. Fyrirhugað er að loka kvennafangelsinu í Kópavogi um mánaðarmótin maí-júní og Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg upp úr áramótum. Um svipað leyti er fyrirhugað að taka í notkun nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Kemur opnun þessa nýja fangelsis á Hólmsheiði til með að leysa allan þennan vanda? „Neinei, við þurfum að halda áfram eðlilegri framþróun í fullnustumálum. Þetta leysir töluvert, þ.e.a.s. fjölgar um þrjátíu pláss. En það verður að hugsa þetta heildstætt,“ segir Páll Winkel. Alþingi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Samband Bandaríkja og Evrópu aldrei verra: Ísland gæti bæst á listan Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Sjá meira
Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð í dag fyrir hádegisfundi um stöðu fangelsismála á Íslandi undir yfirskriftinni „Eru fangelsismál á Íslandi í klessu?“. Meðal frummælanda var Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Nei þau eru nú alls ekki í klessu en það er alvarlegt ástand, staðan er erfið. Það er gríðarlegt álag á þessu kerfi og hefur verið síðastliðin ár,“ segir Páll. Á fundinum mátti heyra miklar áhyggjur af stöðu fangelsismála á Íslandi. Á sama tíma og fjárveitingar til Fangelsismálastofnunar hefðu verið skornar niður um 25% síðastliðin ár, hefði verkefnum stofnunarinnar fjölgað umtalsvert. „Það er Alþingi sem hefur klikkað að mínu mati. Það er aldeilis ekki okkar fagráðuneyti, þar eru menn algjörlega á tánum og vita nákvæmlega hvað við erum að gera. Þar fáum við alltaf stuðning,“ segir Páll. Þegar sakborningur hefur verið dæmdur til fangelsisrefsingar er sent út bréf þar sem sá aðili er boðaður í afplánun. Hins vegar hefur í mörgum tilvikum ekki verið hægt að taka við föngum á tilsettum tíma vegna plássleysis í fangelsum landsins. En er algengt að dómar fyrnist vegna þess að fangar komast ekki á tilsettum tíma í afplánun? „Það var ekki algengt. Það þekktist ekki en hefur verið að aukast síðastliðin ár. Þetta voru rúmlega 20 refsingar í fyrra og verður meira í ár og verður meira næstu árin." Er það ekki bagalegt ástand? „Það er bara auðvitað bara til skammar,“ segir Páll. Fyrirhugað er að loka kvennafangelsinu í Kópavogi um mánaðarmótin maí-júní og Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg upp úr áramótum. Um svipað leyti er fyrirhugað að taka í notkun nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Kemur opnun þessa nýja fangelsis á Hólmsheiði til með að leysa allan þennan vanda? „Neinei, við þurfum að halda áfram eðlilegri framþróun í fullnustumálum. Þetta leysir töluvert, þ.e.a.s. fjölgar um þrjátíu pláss. En það verður að hugsa þetta heildstætt,“ segir Páll Winkel.
Alþingi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Samband Bandaríkja og Evrópu aldrei verra: Ísland gæti bæst á listan Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Sjá meira