Forsætisráðherra kvartar undan leka úr samráðshópi Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2015 19:27 Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að erfitt væri að miðla upplýsingum um áætlanir stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta þegar trúnaðarupplýsingum af fundum samráðshóps þingflokka um málið væri lekið til fjölmiðla. Stjórnarandstaðan sakaði forsætisráðherra um óheilindi vegna þessara ummmæla. Á fyrirspurnartíma á Alþingi í dag var forsætisráðherra spurður um aðgerðir um afnám gjaldeyrishafta. Hann var jafnframt gagnrýndur fyrir skort á upplýsingum til þingsins. Forsætisráðherra sagði bæði þing og kröfuhafa upplýst eins og hægt væri en gæta þyrfti að þjóðarhagsmunum. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar og Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata kvörtuðu bæði undan því á Alþingi í dag að fundir í samráðshópi stjórnvalda með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna um afnám gjaldeyrishafta væru fátíðir. Sagði Guðmundur stjórnarandstöðuna helst fá misvísandi fréttir um málið í fjölmiðlum. Síðasti fundur samráðshópsins var hinn 8. desember en á landsþingi Framsóknar nýlega boðaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frumvarp um losun hafta með útgönguskatti fyrir þinglok. „Hins vegar dreg ég ekki dul á það að það setti töluvert strik í reikninginn þegar eftir einn slíkan fund var farið að dreifa upplýsingum til fjölmiðla og farið í viðtöl jafnvel til að lýsa því sem gerðist á þessum fundi og raunar á margan hátt dregin upp röng mynd af því,“ sagði forsætisráðherra. Stjórnarandstæðingar brugðust margir illa við þessum ásökunum forsætisráðherra við leka. Vegna viðtala sem Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar hafði veitt eftir fundinn í desember töldu þingmenn forsætisráðherra vera að væna hann pesónulega um leka á trúnaðargögnum, en forsætisráðherra nefndi hann ekki á nafn. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður VG sagði upplýsingar um áætlanir stjórnvalda hafa birst dagana fyrir fund samráðsnefndarinnar í desember og þá aðallega í Morgunblaðinu. „Það komu engar nýjar upplýsingar fram í fjölmiðlum eftir þennan fund. Enga. Það er hægt að sanna með því að fara yfir umfjöllun fjölmiðla dagana á undan. Í einhverju geðvonskukasti einhvers starfsmanns í fjármálaráðuneytinu var sendur tölvupóstur um að þarna hefði átt sér stað eitthvað trúnaðarbrot sem er innistæðulaust með öllu,“ sagði Steingrímur. Foræstisráðherra sagði í fyrsta lagi óviðeigandi að tala með þessum hætti um embættismenn. „Í örðu lagi var þetta ekki einhver önugur embættismaður. Þetta var formaður nefndarinnar. Sem gerði fulltrúum flokkanna í nefndinni grein fyrir því, að í ljósi þess að það hefði orðið þessi alvarlegi trúnaðarbrestur sæi hann ekki ástæðu til að halda fleiri fundi fyrr en að úr þeim málum hefði verið leyst,“ sagði Sigmundur Davíð. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Sjá meira
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að erfitt væri að miðla upplýsingum um áætlanir stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta þegar trúnaðarupplýsingum af fundum samráðshóps þingflokka um málið væri lekið til fjölmiðla. Stjórnarandstaðan sakaði forsætisráðherra um óheilindi vegna þessara ummmæla. Á fyrirspurnartíma á Alþingi í dag var forsætisráðherra spurður um aðgerðir um afnám gjaldeyrishafta. Hann var jafnframt gagnrýndur fyrir skort á upplýsingum til þingsins. Forsætisráðherra sagði bæði þing og kröfuhafa upplýst eins og hægt væri en gæta þyrfti að þjóðarhagsmunum. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar og Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata kvörtuðu bæði undan því á Alþingi í dag að fundir í samráðshópi stjórnvalda með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna um afnám gjaldeyrishafta væru fátíðir. Sagði Guðmundur stjórnarandstöðuna helst fá misvísandi fréttir um málið í fjölmiðlum. Síðasti fundur samráðshópsins var hinn 8. desember en á landsþingi Framsóknar nýlega boðaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frumvarp um losun hafta með útgönguskatti fyrir þinglok. „Hins vegar dreg ég ekki dul á það að það setti töluvert strik í reikninginn þegar eftir einn slíkan fund var farið að dreifa upplýsingum til fjölmiðla og farið í viðtöl jafnvel til að lýsa því sem gerðist á þessum fundi og raunar á margan hátt dregin upp röng mynd af því,“ sagði forsætisráðherra. Stjórnarandstæðingar brugðust margir illa við þessum ásökunum forsætisráðherra við leka. Vegna viðtala sem Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar hafði veitt eftir fundinn í desember töldu þingmenn forsætisráðherra vera að væna hann pesónulega um leka á trúnaðargögnum, en forsætisráðherra nefndi hann ekki á nafn. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður VG sagði upplýsingar um áætlanir stjórnvalda hafa birst dagana fyrir fund samráðsnefndarinnar í desember og þá aðallega í Morgunblaðinu. „Það komu engar nýjar upplýsingar fram í fjölmiðlum eftir þennan fund. Enga. Það er hægt að sanna með því að fara yfir umfjöllun fjölmiðla dagana á undan. Í einhverju geðvonskukasti einhvers starfsmanns í fjármálaráðuneytinu var sendur tölvupóstur um að þarna hefði átt sér stað eitthvað trúnaðarbrot sem er innistæðulaust með öllu,“ sagði Steingrímur. Foræstisráðherra sagði í fyrsta lagi óviðeigandi að tala með þessum hætti um embættismenn. „Í örðu lagi var þetta ekki einhver önugur embættismaður. Þetta var formaður nefndarinnar. Sem gerði fulltrúum flokkanna í nefndinni grein fyrir því, að í ljósi þess að það hefði orðið þessi alvarlegi trúnaðarbrestur sæi hann ekki ástæðu til að halda fleiri fundi fyrr en að úr þeim málum hefði verið leyst,“ sagði Sigmundur Davíð.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Sjá meira