Engar undanþágur vegna slátrunar svína Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. apríl 2015 21:02 Engar undanþágur hafa verið veittar vegna slátrunar svína síðan verkfall dýralækna hófst fyrir rúmri viku. Svínabændur hafa þungar áhyggjur og segja ástandið grafalvarlegt, en treysta sér ekki til að slátra dýrunum sjálfir.Talsmenn svína - og alífuglabænda funduðu um stöðuna með atvinnuveganefnd í hádeginu í dag, en ljóst er að engar undanþágur verða veittar vegna slátrunar svína í þessari viku. „Á þessum tíma þá hefðum við verðið að slátra í kringum 3.500 - 4.000 dýrum sem enn eru á búunum og stækka með hverjum deginum sem líður,“ segir Hörður Harðarson formaður Svínaræktarfélagsins. Allir hafa bændurnir sent inn undanþágubeiðnir en ekki hefur verið orðið við þeim. Þeir segja að í næstu viku verði algjört neyðarástand. Dýralæknar hafa bent á að bændum sem heimilt að slátra dýrunum sjálfir með gasi en bændur segja það ótækt með öllu. Ekki sé hægt að slátra svínum með gasi. „Vissulega eru dýr aflífuð til líknar. Ef þau eru veik eða meiðast og menn sjá að þau eiga ekki bata von. En bændur ganga ekki um og taka dýr af lífi án nokkurrar ástæðu,“ segir Björgvin Bjarnason, svínabóndi. „Svínabú eru ekki útbúin þannig að þú fyllir salinn af gasi, það er bara ekki gert,“ segir hann. Geir Gunnar Geirsson kollegi hans tekur í sama streng. „Í okkar huga er þetta eitthvað sem kemur bara alls ekki til greina. Það má segja að við séum mjög áhyggjufullir yfir þessu ástandi sem er hvorki leggjandi á dýr né menn,“ segir hann. Verkfall 2016 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Engar undanþágur hafa verið veittar vegna slátrunar svína síðan verkfall dýralækna hófst fyrir rúmri viku. Svínabændur hafa þungar áhyggjur og segja ástandið grafalvarlegt, en treysta sér ekki til að slátra dýrunum sjálfir.Talsmenn svína - og alífuglabænda funduðu um stöðuna með atvinnuveganefnd í hádeginu í dag, en ljóst er að engar undanþágur verða veittar vegna slátrunar svína í þessari viku. „Á þessum tíma þá hefðum við verðið að slátra í kringum 3.500 - 4.000 dýrum sem enn eru á búunum og stækka með hverjum deginum sem líður,“ segir Hörður Harðarson formaður Svínaræktarfélagsins. Allir hafa bændurnir sent inn undanþágubeiðnir en ekki hefur verið orðið við þeim. Þeir segja að í næstu viku verði algjört neyðarástand. Dýralæknar hafa bent á að bændum sem heimilt að slátra dýrunum sjálfir með gasi en bændur segja það ótækt með öllu. Ekki sé hægt að slátra svínum með gasi. „Vissulega eru dýr aflífuð til líknar. Ef þau eru veik eða meiðast og menn sjá að þau eiga ekki bata von. En bændur ganga ekki um og taka dýr af lífi án nokkurrar ástæðu,“ segir Björgvin Bjarnason, svínabóndi. „Svínabú eru ekki útbúin þannig að þú fyllir salinn af gasi, það er bara ekki gert,“ segir hann. Geir Gunnar Geirsson kollegi hans tekur í sama streng. „Í okkar huga er þetta eitthvað sem kemur bara alls ekki til greina. Það má segja að við séum mjög áhyggjufullir yfir þessu ástandi sem er hvorki leggjandi á dýr né menn,“ segir hann.
Verkfall 2016 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira