Gunnar: Ekki skref niður á við Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2015 15:21 Gunnar Nielsen, nýr markvörður Stjörnunnar, er byrjaður að æfa með sínu nýja félagi. Hann kom til landsins í dag og var kynntur fjölmiðlum á blaðamannafundi í dag. Gunnar er 28 ára gamall Færeyingur en hann var keyptur frá danska félaginu BK Frem til Blackburn Rovers árið 2007. Þaðan fór hann til Manchester City tveimur árum síðar en fékk þó afar fá tækifæri hjá báðum liðum. Hann spilaði sem lánsmaður í neðri deildunum um skamman tíma og svo með Silkeborg í Danmörku í nokkra mánuði árið 2013 áður en hann samdi við skoska liðið Motherwell. Þar var hann þar til að samningi hans var rift í síðasta mánuði. „Svo virðist sem að fólk á Íslandi finnist það skrýtið að ég sé hingað kominn. Ég var síðast hjá Motherwell og þar gerðist ýmislegt sem ég get ekki rætt núna en þetta er vonandi gott tækifæri fyrir mig að spila aftur reglulega,“ sagði hann við Vísi í dag en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég hef líka séð að leikmenn sem standa sig vel hér fá tækifæri hjá erlendum liðum. Íslenskum liðum hefur líka vegnað vel í Evrópukeppnum og íslenska landsliðinu hefur líka gengið vel. Ég lít ekki á þetta sem skref aftur á bak.“ Gunnar segir að markmið sitt á Íslandi sé einfalt. „Ég er hingað kominn til að standa mig vel. Ég verð að vinna fyrir sæti mínu í liðinu eins og allir aðrir leikmenn og vonandi er þetta tækifæri sem ég næ að nýta mér.“ „Ég vil fyrst og fremst fá að spila fullt af leikjum. Vonandi tekst okkur að ná árangri, hvort sem er í deildinni eða Evrópukeppninni.“ Hann segir ótímabært að ræða sína framtíð og hvort að hann stefni á að komast aftur í stóra atvinnumannadeild. „Ég samdi við Stjörnuna út tímabilið og ætla bara að einbeita mér að því til að byrja með. Ég hef verið að í mörg ár, verið hjá stórum félögum og glímt við erfið meiðsli. Ég veit hversu fljótt hlutirnir geta breyst.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Það er pressa í Garðabænum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar, segir að það séu gerðar kröfur um árangur í Garðabænum. 4. apríl 2015 22:15 Fyrrum leikmaður Manchester City til Stjörnunnar Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa samið við Gunnar Nielsen, landsliðsmarkmann Færeyja. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stjörnunni. 4. apríl 2015 14:00 Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Gunnar Nielsen, nýr markvörður Stjörnunnar, er byrjaður að æfa með sínu nýja félagi. Hann kom til landsins í dag og var kynntur fjölmiðlum á blaðamannafundi í dag. Gunnar er 28 ára gamall Færeyingur en hann var keyptur frá danska félaginu BK Frem til Blackburn Rovers árið 2007. Þaðan fór hann til Manchester City tveimur árum síðar en fékk þó afar fá tækifæri hjá báðum liðum. Hann spilaði sem lánsmaður í neðri deildunum um skamman tíma og svo með Silkeborg í Danmörku í nokkra mánuði árið 2013 áður en hann samdi við skoska liðið Motherwell. Þar var hann þar til að samningi hans var rift í síðasta mánuði. „Svo virðist sem að fólk á Íslandi finnist það skrýtið að ég sé hingað kominn. Ég var síðast hjá Motherwell og þar gerðist ýmislegt sem ég get ekki rætt núna en þetta er vonandi gott tækifæri fyrir mig að spila aftur reglulega,“ sagði hann við Vísi í dag en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég hef líka séð að leikmenn sem standa sig vel hér fá tækifæri hjá erlendum liðum. Íslenskum liðum hefur líka vegnað vel í Evrópukeppnum og íslenska landsliðinu hefur líka gengið vel. Ég lít ekki á þetta sem skref aftur á bak.“ Gunnar segir að markmið sitt á Íslandi sé einfalt. „Ég er hingað kominn til að standa mig vel. Ég verð að vinna fyrir sæti mínu í liðinu eins og allir aðrir leikmenn og vonandi er þetta tækifæri sem ég næ að nýta mér.“ „Ég vil fyrst og fremst fá að spila fullt af leikjum. Vonandi tekst okkur að ná árangri, hvort sem er í deildinni eða Evrópukeppninni.“ Hann segir ótímabært að ræða sína framtíð og hvort að hann stefni á að komast aftur í stóra atvinnumannadeild. „Ég samdi við Stjörnuna út tímabilið og ætla bara að einbeita mér að því til að byrja með. Ég hef verið að í mörg ár, verið hjá stórum félögum og glímt við erfið meiðsli. Ég veit hversu fljótt hlutirnir geta breyst.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Það er pressa í Garðabænum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar, segir að það séu gerðar kröfur um árangur í Garðabænum. 4. apríl 2015 22:15 Fyrrum leikmaður Manchester City til Stjörnunnar Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa samið við Gunnar Nielsen, landsliðsmarkmann Færeyja. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stjörnunni. 4. apríl 2015 14:00 Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Rúnar Páll: Það er pressa í Garðabænum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar, segir að það séu gerðar kröfur um árangur í Garðabænum. 4. apríl 2015 22:15
Fyrrum leikmaður Manchester City til Stjörnunnar Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa samið við Gunnar Nielsen, landsliðsmarkmann Færeyja. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stjörnunni. 4. apríl 2015 14:00
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn