Innlent

Verkfall á Akranesi mun ná til 116 fyrirtækja

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Kosning um verkfall félagsmanna í Verkalýðsfélagi Akraness hófst í morgun. Komi til verkfallsins mun það hafa víðtæk áhrif á Akranesi en það mun ná til alls 116 fyrirtækja.

Fjölmennustu hóparnir eru tengdir sjávarútvegsfyrirtækjum eins og HB Granda, GMR á Grundartanga, á flutningafyrirtæki, rútufyrirtæki, verktakafyrirtæki, lifrarbræðsluna, hrognavinnslu, ræstingar, bensínstöðvarnar og til starfsmanna Spalar sem vinna í gjaldskýlinu í Hvalfjarðargöngunum.

Á vefsíðu Verkalýðsfélagsins ítrekar Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, mikilvægi þess að félagsmenn taki þátt í kosningunni og segi já við verkfalli til að knýja fram þá kröfu um að lágmarkslaun á Íslandi verði orðin 300 þúsund krónur, eigi síðar en innan þriggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×