Lífið

Vill semja Eurovisionlag fyrir Pál Óskar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ásgeir Orri Ásgeirsson, liðsmaður StopWaitGo, segist myndi vilja taka þátt í Eurovision með Páli Óskari Hjálmtýssyni. Ásgeir Orri greinir frá þessu í nýjasta þætti Eurovísis. Páll Óskar keppti eins og flestir vita árið 1997 en hann reyndi að komast aftur í keppnina árið 2007 með lagið Allt fyrir ástina.

„Ég væri til í að semja lag fyrir Pál Óskar ef að hann tekur þátt aftur,“ segir hann aðspurður hvort von sé á að StopWaitGo ætlaði að taka þátt aftur á næsta ári, þá þriðja árið í röð. Söngkonan María Ólafs, sem einnig var gestur í þættinum, segir að það yrði gott teymi. „Það væri baneitrað team,” segir hún.

Í fyrsta þætti Eurovísis upplýsti Páll Óskar að hann vildi taka þátt í Eurovision aftur. Nú er spurningin hvort það verði með StopWaitGo.Vísir/GVA
Páll hefur gefið íslenska Eurovision hópnum góð ráð fyrir komandi keppni í Vínarborg. María Ólafs, söngkonan sem flytur lagið Unbroken, segir að Páll hafi meðal annars ráðlagt henni að syngja fyrir myndavélarnar frekar en fólkið í salnum.

Í fyrsta þætti Eurovísis sagðist Páll Óskar tilbúinn að taka þátt aftur í Eurovision. Hann ætlar þó ekki að senda lag í undankeppnina fyrr en hann fær rétta lagið, sigurlagið eins og hann orðaði það, í hendurnar.

Eurovísir er vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Hægt er að skrá sig í áskrift af þáttunum í Podcast fyrir iPhone og iPad og í iTunes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×