LÖKE-málið: Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi til Hæstaréttar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. apríl 2015 18:33 Lögmaður Gunnars segist ekki eiga von á öðru en að ákæruvaldið geri sömu kröfur fyrir Hæstarétti og í héraði. Vísir/GVA Ríkissaksóknari hyggst áfrýja sýknudómi yfir lögreglumanninum Gunnari Scheving Thorsteinssyni til Hæstaréttar. Kjarninn greindi fyrst frá málinu en Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður Gunnars, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Gunnar var ákærður fyrir að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. Upphaflega var hann einnig ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögreglunnar LÖKE, án þess að þær uppflettingar tengdust starfi hans. Sá ákæruliður var hins vegar felldur niður þar sem ekki var talið sannað að Gunnar hefði gerst sekur um refsiverða háttsemi. Eftir stóð síðari ákæruliðurinn sem Gunnar var sýknaður af í mars síðastliðnum og hóf hann störf hjá lögreglunni á ný skömmu síðar. Lögmaður Gunnars segist ekki eiga von á öðru en að ákæruvaldið geri sömu kröfur fyrir Hæstarétti og í héraði, það er að skjólstæðingur hans verði sakfelldur en refsingu frestað og að málskostnaður dæmist á ríkissjóð. Aðspurður hvers vegna hann telji að ríkissaksóknari ákveði að áfrýja málinu segir Garðar: „Ég get ekki ímyndað mér neina lögfræðilega skýringu á því hvers vegna þessu er áfrýjað. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvernig þetta mál er frábrugðið málum þar sem ríkissaksóknari hefur fengið upplýsingar um það að starfsmenn lögreglu eða ríkissaksóknara hafi gerst sekir um að deila upplýsingum sem bundnar eru þagnarskyldu en ekki verið sóttir til saka. Hvar eru þessir auknu verndarhagsmunir í þessu máli?“ Tengdar fréttir Gunnar Scheving snýr aftur til starfa hjá lögreglunni Tekur fyrstu vaktina um helgina. 18. mars 2015 17:10 LÖKE-málið: „Ein lög fyrir lögreglustjórann og ein lög fyrir lögreglumanninn“ Ríkissaksóknari hefur fallið frá fyrri hluta ákæru í LÖKE-málinu svokallaða en eftir stendur ákæruliður sem snýr að miðlun upplýsinga til þriðja aðila sem áttu að fara leynt. 5. mars 2015 14:53 Töldu ákærulið LÖKE-málsins ekki líklegan til sakfellis Ekki var hægt að útiloka að meirihluti uppflettinga lögreglumannsins hafi tengst starfi hans. 5. mars 2015 18:31 Opið bréf verjanda í "LÖKE-máli“ Til Björns Inga Hrafnssonar Útgefanda og stjórnarformanns DV og Pressunnar 8. mars 2015 14:00 LÖKE-málið: Mun fara fram á skaðabætur frá ríkinu Aðalmeðferð í LÖKE-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og tók 30 mínútur í stað áætlaðra 6 klukkutíma. 6. mars 2015 12:46 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Sjá meira
Ríkissaksóknari hyggst áfrýja sýknudómi yfir lögreglumanninum Gunnari Scheving Thorsteinssyni til Hæstaréttar. Kjarninn greindi fyrst frá málinu en Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður Gunnars, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Gunnar var ákærður fyrir að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. Upphaflega var hann einnig ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögreglunnar LÖKE, án þess að þær uppflettingar tengdust starfi hans. Sá ákæruliður var hins vegar felldur niður þar sem ekki var talið sannað að Gunnar hefði gerst sekur um refsiverða háttsemi. Eftir stóð síðari ákæruliðurinn sem Gunnar var sýknaður af í mars síðastliðnum og hóf hann störf hjá lögreglunni á ný skömmu síðar. Lögmaður Gunnars segist ekki eiga von á öðru en að ákæruvaldið geri sömu kröfur fyrir Hæstarétti og í héraði, það er að skjólstæðingur hans verði sakfelldur en refsingu frestað og að málskostnaður dæmist á ríkissjóð. Aðspurður hvers vegna hann telji að ríkissaksóknari ákveði að áfrýja málinu segir Garðar: „Ég get ekki ímyndað mér neina lögfræðilega skýringu á því hvers vegna þessu er áfrýjað. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvernig þetta mál er frábrugðið málum þar sem ríkissaksóknari hefur fengið upplýsingar um það að starfsmenn lögreglu eða ríkissaksóknara hafi gerst sekir um að deila upplýsingum sem bundnar eru þagnarskyldu en ekki verið sóttir til saka. Hvar eru þessir auknu verndarhagsmunir í þessu máli?“
Tengdar fréttir Gunnar Scheving snýr aftur til starfa hjá lögreglunni Tekur fyrstu vaktina um helgina. 18. mars 2015 17:10 LÖKE-málið: „Ein lög fyrir lögreglustjórann og ein lög fyrir lögreglumanninn“ Ríkissaksóknari hefur fallið frá fyrri hluta ákæru í LÖKE-málinu svokallaða en eftir stendur ákæruliður sem snýr að miðlun upplýsinga til þriðja aðila sem áttu að fara leynt. 5. mars 2015 14:53 Töldu ákærulið LÖKE-málsins ekki líklegan til sakfellis Ekki var hægt að útiloka að meirihluti uppflettinga lögreglumannsins hafi tengst starfi hans. 5. mars 2015 18:31 Opið bréf verjanda í "LÖKE-máli“ Til Björns Inga Hrafnssonar Útgefanda og stjórnarformanns DV og Pressunnar 8. mars 2015 14:00 LÖKE-málið: Mun fara fram á skaðabætur frá ríkinu Aðalmeðferð í LÖKE-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og tók 30 mínútur í stað áætlaðra 6 klukkutíma. 6. mars 2015 12:46 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Sjá meira
Gunnar Scheving snýr aftur til starfa hjá lögreglunni Tekur fyrstu vaktina um helgina. 18. mars 2015 17:10
LÖKE-málið: „Ein lög fyrir lögreglustjórann og ein lög fyrir lögreglumanninn“ Ríkissaksóknari hefur fallið frá fyrri hluta ákæru í LÖKE-málinu svokallaða en eftir stendur ákæruliður sem snýr að miðlun upplýsinga til þriðja aðila sem áttu að fara leynt. 5. mars 2015 14:53
Töldu ákærulið LÖKE-málsins ekki líklegan til sakfellis Ekki var hægt að útiloka að meirihluti uppflettinga lögreglumannsins hafi tengst starfi hans. 5. mars 2015 18:31
Opið bréf verjanda í "LÖKE-máli“ Til Björns Inga Hrafnssonar Útgefanda og stjórnarformanns DV og Pressunnar 8. mars 2015 14:00
LÖKE-málið: Mun fara fram á skaðabætur frá ríkinu Aðalmeðferð í LÖKE-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og tók 30 mínútur í stað áætlaðra 6 klukkutíma. 6. mars 2015 12:46