Eurovísir: Misstu þrjú kíló í Eurovision í Úkraínu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 31. mars 2015 15:00 „Fyrst byrjaði ég að lesa þetta en það er ekki til neins góðs að lesa þetta. Það hafa allir skoðanir á manni og bara gjöriði svo vel,“ segir Regína Ósk Eurovisionfari um umtalið um sig þegar hún keppti með Eurobandinu árið 2008 í nýjasta þættinum af Eurovísi. Hún og Logi Bergmann rifjuðu upp umræðuna í kringum atriði Selmu Björnsdóttur þegar hún fór út í seinna skiptið, til Úkraínu árið 2005. „Ég man árið 2005 þegar Selma fór, þá fór ég út, og þá bjuggust menn við miklu en hún ákvað að fara út í skrýtnum rauðum galla,“ segir Logi. „Það var mjög vont en ég held að það hafi ekki skipt neinu máli en það að tók mikla orku frá hópnum að heyra að það væri umræða heima um það að það væru allir brjálaðir yfir því að hún væri í þessum galla.“ Logi er þó alls ekki á því að gallinn hafi skipt höfuðmáli. Um leið og Selma hafi klárað að flytja lagið sitt hafi verið ljóst að hún myndi ekki ná góðum árangri. „Við erum í salnum þegar hún flytur lagið sem okkur hafði fundist bara fínt og töldum okkur eiga góða möguleika og salurinn var algjörlega dauður. Þá vissum við að þetta yrði vesen,“ segir Logi Bergmann um þegar Selma Björnsdóttir fór út í annað sinn til að taka þátt í Eurovision. Logi og Regína Ósk voru bæði í íslenska hópnum sem fór til Úkraínu árið 2005. Regína Ósk var sjálf á sviðinu þó að fáir muni eftir henni þar. „Ég var í bakröddum þar en það vissi engin, það sér mig enginn. Ég var off-stage. Algjörlega bakrödd,“ segir hún. Aðeins sex mega vera í liðinu og ekki er leyfilegt að bæta við röddum, allt þarf að vera flutt á staðnum. Ferðin er þó eftirminnileg í hugum þeirra Loga og Regínu fyrir fleira en rauða samfestinginn hennar Selmu. „Þetta var rosalega skrýtin ferð. Ekki bara út af þessu. Hótelið var ógeðslegt, maturinn var viðbjóður. Ég held að við höfum öll misst svona þrjú kíló þarna úti,“ segir Regína. Logi bætir við að hann hafi bara borðað McDonalds-hamborgara.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Eurovision Eurovísir Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
„Fyrst byrjaði ég að lesa þetta en það er ekki til neins góðs að lesa þetta. Það hafa allir skoðanir á manni og bara gjöriði svo vel,“ segir Regína Ósk Eurovisionfari um umtalið um sig þegar hún keppti með Eurobandinu árið 2008 í nýjasta þættinum af Eurovísi. Hún og Logi Bergmann rifjuðu upp umræðuna í kringum atriði Selmu Björnsdóttur þegar hún fór út í seinna skiptið, til Úkraínu árið 2005. „Ég man árið 2005 þegar Selma fór, þá fór ég út, og þá bjuggust menn við miklu en hún ákvað að fara út í skrýtnum rauðum galla,“ segir Logi. „Það var mjög vont en ég held að það hafi ekki skipt neinu máli en það að tók mikla orku frá hópnum að heyra að það væri umræða heima um það að það væru allir brjálaðir yfir því að hún væri í þessum galla.“ Logi er þó alls ekki á því að gallinn hafi skipt höfuðmáli. Um leið og Selma hafi klárað að flytja lagið sitt hafi verið ljóst að hún myndi ekki ná góðum árangri. „Við erum í salnum þegar hún flytur lagið sem okkur hafði fundist bara fínt og töldum okkur eiga góða möguleika og salurinn var algjörlega dauður. Þá vissum við að þetta yrði vesen,“ segir Logi Bergmann um þegar Selma Björnsdóttir fór út í annað sinn til að taka þátt í Eurovision. Logi og Regína Ósk voru bæði í íslenska hópnum sem fór til Úkraínu árið 2005. Regína Ósk var sjálf á sviðinu þó að fáir muni eftir henni þar. „Ég var í bakröddum þar en það vissi engin, það sér mig enginn. Ég var off-stage. Algjörlega bakrödd,“ segir hún. Aðeins sex mega vera í liðinu og ekki er leyfilegt að bæta við röddum, allt þarf að vera flutt á staðnum. Ferðin er þó eftirminnileg í hugum þeirra Loga og Regínu fyrir fleira en rauða samfestinginn hennar Selmu. „Þetta var rosalega skrýtin ferð. Ekki bara út af þessu. Hótelið var ógeðslegt, maturinn var viðbjóður. Ég held að við höfum öll misst svona þrjú kíló þarna úti,“ segir Regína. Logi bætir við að hann hafi bara borðað McDonalds-hamborgara.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.
Eurovision Eurovísir Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira