Innlent

Er þetta konungur íslenskra torfbæja?

Kristján Már Unnarsson skrifar
Bustarfell í Vopnafirði var sá sem Hannes Lárusson myndlistarmaður nefndi þegar hann var spurður í þættinum „Um land allt“ hvort hann teldi að einhver þeirra torfbæja, sem Íslendingar eiga ennþá uppistandandi, bæri af eða væri öðrum merkari.

„Það er nú eitthvað gott í þeim öllum, myndi ég segja. Ég er nú búinn að skoða þá held ég alla, - og mjög vel suma. En mér finnst nú kannski eins og Bustarfell sé nú sá bær, af þessum varðveittu bæjum, sem mér finnst nú vera kannski, - ég segi ekki að hann beri af, - en það er allavega sá bær, að mér finnst, sem hefur ennþá sálina. Það er einhver sál í Bustarfelli sem ég finn kannski ekki fyrir í öðrum söfnum,“ sagði Hannes.

Hannes Lárusson myndlistarmaður við torfbæinn að Austur-Meðalholtum í Flóa.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Hann opnaði nýlega menningarsetrið „Íslenski bærinn“ skammt utan við Selfoss um þennan byggingararf Íslendinga en um Bustarfellsbæinn sagði Hannes ennfremur: 

„Hann er mjög glæsilegur og svona reisulegur á allan hátt. Það er einhver hlýja í honum sem maður finnur ekki fyrir víða annarsstaðar.“ 

Fyrir fjórum árum sýndi Stöð 2 fréttina um torfbæinn að Bustarfelli sem sjá má hér að ofan.  Hér má svo sjá þáttinn „Um land allt“ um torfbæina. Þáttinn má einnig sjá í endursýningu á Stöð 2 á morgun, sunnudag, kl. 16.10.


Tengdar fréttir

Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur

Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×