Mengun yfir heilsuverndarmörkum í 107 klukkutíma Svavar Hávarðsson skrifar 24. mars 2015 07:00 Mikil mengun hefur mælst í hrauninu og í gígnum eftir að gosinu lauk. Mynd/Ármann Höskuldsson Loftmengun frá eldgosinu í Holuhrauni mældist yfir heilsuverndarmörkum í 107 klukkustundir á Höfn í Hornafirði frá því að gosið hófst og til 21. janúar. Á því tímabili mældist mengunin yfir þeim mörkum í fleiri klukkutíma í Reykjavík heldur en á Reyðarfirði. Þetta kom m.a. fram í máli Þorsteins Jóhannssonar, sérfræðings á Umhverfisstofnun, á málþingi í gær um áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni á gróður og lífríki. Málþingið var haldið á vegum almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, Bændasamtakanna auk atvinnuvega - og umhverfisráðuneytisins. Þorsteinn gerði grein fyrir því að brennisteinsdíoxíð (SO2) mengunin frá gosinu var 20.000 til 60.000 tonn á dag, og því löngu ljóst að gosið er gasríkasta hraungos á Íslandi frá því á 18. öld. Til skýringar sagði Þorsteinn að álver Alcoa á Reyðarfirði losar um 16 tonn af SO2 á dag og heildarlosun Evrópusambandslandanna, og þá er allt meðtalið, er 14.000 tonn á dag. Af einstökum mælaniðurstöðum gerði Þorsteinn fyrir fleiri nýjum upplýsingum, eins og að á Akureyri mældist mengun yfir vinnuverndarmörkum klukkustundum saman, og þann dag hefði enginn í raun átt að vinna úti við. „Þó það hafi verið allur gangur á því enda menn ekki viðbúnir þessu, hvorki fyrirtæki né vinnuverndareftirlitið,“ sagði Þorsteinn en hæsta einstaka gildið á þessu tímabili var mælt á Höfn í Hornafirði eða 21.000 míkrógrömm. Mengun mældist jafnframt víða um heim. Á Írlandi 6.september mældist mengun 498 míkrógrömm 1.407 kílómetra frá gosinu. Heilsuverndarmörk fyrir klukkutíma eru 350 míkrógrömm, til samanburðar. Fyrir gosið hafði aldrei mælst meira en 200 míkrógrömm af SO2, en það var mjög nálægt álveri. Þorsteinn útskýrði að þó nokkuð sé liðið frá goslokum er afgösun hraunsins enn mikil, og það ástand mun jafnvel standa í einhverja mánuði. „Rúmri viku eftir að gosinu lauk mældu starfsmenn Veðurstofunnar lífshættulegan styrk í hrauninu og í gígnum þó gosinu væri lokið. Þess vegna er mikilvægt að halda áfram mælingum til að geta hleypt ferðafólki nær því,“ sagði Þorsteinn en í gær var einmitt hópur að koma sér fyrir við eldstöðina til mælinga.Hæstu mælingar á brennisteinsdíoxíði SO2Fyrir eldgosið í Holuhrauni: 200 míkrógrömmReyðarfjörður: 4.000 míkrógrömm - 13. septemberReykjahlíð: 5.800 míkrógrömm - 1. októberHöfn í Hornafirði: 21.000 míkrógrömm - 26.októberMælt í flugvél í gosmekkinum: 90.000 míkrógrömmVið gosstöðvarnar: 130.000 míkrógrömm Fréttir af flugi Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Loftmengun frá eldgosinu í Holuhrauni mældist yfir heilsuverndarmörkum í 107 klukkustundir á Höfn í Hornafirði frá því að gosið hófst og til 21. janúar. Á því tímabili mældist mengunin yfir þeim mörkum í fleiri klukkutíma í Reykjavík heldur en á Reyðarfirði. Þetta kom m.a. fram í máli Þorsteins Jóhannssonar, sérfræðings á Umhverfisstofnun, á málþingi í gær um áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni á gróður og lífríki. Málþingið var haldið á vegum almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, Bændasamtakanna auk atvinnuvega - og umhverfisráðuneytisins. Þorsteinn gerði grein fyrir því að brennisteinsdíoxíð (SO2) mengunin frá gosinu var 20.000 til 60.000 tonn á dag, og því löngu ljóst að gosið er gasríkasta hraungos á Íslandi frá því á 18. öld. Til skýringar sagði Þorsteinn að álver Alcoa á Reyðarfirði losar um 16 tonn af SO2 á dag og heildarlosun Evrópusambandslandanna, og þá er allt meðtalið, er 14.000 tonn á dag. Af einstökum mælaniðurstöðum gerði Þorsteinn fyrir fleiri nýjum upplýsingum, eins og að á Akureyri mældist mengun yfir vinnuverndarmörkum klukkustundum saman, og þann dag hefði enginn í raun átt að vinna úti við. „Þó það hafi verið allur gangur á því enda menn ekki viðbúnir þessu, hvorki fyrirtæki né vinnuverndareftirlitið,“ sagði Þorsteinn en hæsta einstaka gildið á þessu tímabili var mælt á Höfn í Hornafirði eða 21.000 míkrógrömm. Mengun mældist jafnframt víða um heim. Á Írlandi 6.september mældist mengun 498 míkrógrömm 1.407 kílómetra frá gosinu. Heilsuverndarmörk fyrir klukkutíma eru 350 míkrógrömm, til samanburðar. Fyrir gosið hafði aldrei mælst meira en 200 míkrógrömm af SO2, en það var mjög nálægt álveri. Þorsteinn útskýrði að þó nokkuð sé liðið frá goslokum er afgösun hraunsins enn mikil, og það ástand mun jafnvel standa í einhverja mánuði. „Rúmri viku eftir að gosinu lauk mældu starfsmenn Veðurstofunnar lífshættulegan styrk í hrauninu og í gígnum þó gosinu væri lokið. Þess vegna er mikilvægt að halda áfram mælingum til að geta hleypt ferðafólki nær því,“ sagði Þorsteinn en í gær var einmitt hópur að koma sér fyrir við eldstöðina til mælinga.Hæstu mælingar á brennisteinsdíoxíði SO2Fyrir eldgosið í Holuhrauni: 200 míkrógrömmReyðarfjörður: 4.000 míkrógrömm - 13. septemberReykjahlíð: 5.800 míkrógrömm - 1. októberHöfn í Hornafirði: 21.000 míkrógrömm - 26.októberMælt í flugvél í gosmekkinum: 90.000 míkrógrömmVið gosstöðvarnar: 130.000 míkrógrömm
Fréttir af flugi Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira