Mengun yfir heilsuverndarmörkum í 107 klukkutíma Svavar Hávarðsson skrifar 24. mars 2015 07:00 Mikil mengun hefur mælst í hrauninu og í gígnum eftir að gosinu lauk. Mynd/Ármann Höskuldsson Loftmengun frá eldgosinu í Holuhrauni mældist yfir heilsuverndarmörkum í 107 klukkustundir á Höfn í Hornafirði frá því að gosið hófst og til 21. janúar. Á því tímabili mældist mengunin yfir þeim mörkum í fleiri klukkutíma í Reykjavík heldur en á Reyðarfirði. Þetta kom m.a. fram í máli Þorsteins Jóhannssonar, sérfræðings á Umhverfisstofnun, á málþingi í gær um áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni á gróður og lífríki. Málþingið var haldið á vegum almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, Bændasamtakanna auk atvinnuvega - og umhverfisráðuneytisins. Þorsteinn gerði grein fyrir því að brennisteinsdíoxíð (SO2) mengunin frá gosinu var 20.000 til 60.000 tonn á dag, og því löngu ljóst að gosið er gasríkasta hraungos á Íslandi frá því á 18. öld. Til skýringar sagði Þorsteinn að álver Alcoa á Reyðarfirði losar um 16 tonn af SO2 á dag og heildarlosun Evrópusambandslandanna, og þá er allt meðtalið, er 14.000 tonn á dag. Af einstökum mælaniðurstöðum gerði Þorsteinn fyrir fleiri nýjum upplýsingum, eins og að á Akureyri mældist mengun yfir vinnuverndarmörkum klukkustundum saman, og þann dag hefði enginn í raun átt að vinna úti við. „Þó það hafi verið allur gangur á því enda menn ekki viðbúnir þessu, hvorki fyrirtæki né vinnuverndareftirlitið,“ sagði Þorsteinn en hæsta einstaka gildið á þessu tímabili var mælt á Höfn í Hornafirði eða 21.000 míkrógrömm. Mengun mældist jafnframt víða um heim. Á Írlandi 6.september mældist mengun 498 míkrógrömm 1.407 kílómetra frá gosinu. Heilsuverndarmörk fyrir klukkutíma eru 350 míkrógrömm, til samanburðar. Fyrir gosið hafði aldrei mælst meira en 200 míkrógrömm af SO2, en það var mjög nálægt álveri. Þorsteinn útskýrði að þó nokkuð sé liðið frá goslokum er afgösun hraunsins enn mikil, og það ástand mun jafnvel standa í einhverja mánuði. „Rúmri viku eftir að gosinu lauk mældu starfsmenn Veðurstofunnar lífshættulegan styrk í hrauninu og í gígnum þó gosinu væri lokið. Þess vegna er mikilvægt að halda áfram mælingum til að geta hleypt ferðafólki nær því,“ sagði Þorsteinn en í gær var einmitt hópur að koma sér fyrir við eldstöðina til mælinga.Hæstu mælingar á brennisteinsdíoxíði SO2Fyrir eldgosið í Holuhrauni: 200 míkrógrömmReyðarfjörður: 4.000 míkrógrömm - 13. septemberReykjahlíð: 5.800 míkrógrömm - 1. októberHöfn í Hornafirði: 21.000 míkrógrömm - 26.októberMælt í flugvél í gosmekkinum: 90.000 míkrógrömmVið gosstöðvarnar: 130.000 míkrógrömm Fréttir af flugi Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Sjá meira
Loftmengun frá eldgosinu í Holuhrauni mældist yfir heilsuverndarmörkum í 107 klukkustundir á Höfn í Hornafirði frá því að gosið hófst og til 21. janúar. Á því tímabili mældist mengunin yfir þeim mörkum í fleiri klukkutíma í Reykjavík heldur en á Reyðarfirði. Þetta kom m.a. fram í máli Þorsteins Jóhannssonar, sérfræðings á Umhverfisstofnun, á málþingi í gær um áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni á gróður og lífríki. Málþingið var haldið á vegum almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, Bændasamtakanna auk atvinnuvega - og umhverfisráðuneytisins. Þorsteinn gerði grein fyrir því að brennisteinsdíoxíð (SO2) mengunin frá gosinu var 20.000 til 60.000 tonn á dag, og því löngu ljóst að gosið er gasríkasta hraungos á Íslandi frá því á 18. öld. Til skýringar sagði Þorsteinn að álver Alcoa á Reyðarfirði losar um 16 tonn af SO2 á dag og heildarlosun Evrópusambandslandanna, og þá er allt meðtalið, er 14.000 tonn á dag. Af einstökum mælaniðurstöðum gerði Þorsteinn fyrir fleiri nýjum upplýsingum, eins og að á Akureyri mældist mengun yfir vinnuverndarmörkum klukkustundum saman, og þann dag hefði enginn í raun átt að vinna úti við. „Þó það hafi verið allur gangur á því enda menn ekki viðbúnir þessu, hvorki fyrirtæki né vinnuverndareftirlitið,“ sagði Þorsteinn en hæsta einstaka gildið á þessu tímabili var mælt á Höfn í Hornafirði eða 21.000 míkrógrömm. Mengun mældist jafnframt víða um heim. Á Írlandi 6.september mældist mengun 498 míkrógrömm 1.407 kílómetra frá gosinu. Heilsuverndarmörk fyrir klukkutíma eru 350 míkrógrömm, til samanburðar. Fyrir gosið hafði aldrei mælst meira en 200 míkrógrömm af SO2, en það var mjög nálægt álveri. Þorsteinn útskýrði að þó nokkuð sé liðið frá goslokum er afgösun hraunsins enn mikil, og það ástand mun jafnvel standa í einhverja mánuði. „Rúmri viku eftir að gosinu lauk mældu starfsmenn Veðurstofunnar lífshættulegan styrk í hrauninu og í gígnum þó gosinu væri lokið. Þess vegna er mikilvægt að halda áfram mælingum til að geta hleypt ferðafólki nær því,“ sagði Þorsteinn en í gær var einmitt hópur að koma sér fyrir við eldstöðina til mælinga.Hæstu mælingar á brennisteinsdíoxíði SO2Fyrir eldgosið í Holuhrauni: 200 míkrógrömmReyðarfjörður: 4.000 míkrógrömm - 13. septemberReykjahlíð: 5.800 míkrógrömm - 1. októberHöfn í Hornafirði: 21.000 míkrógrömm - 26.októberMælt í flugvél í gosmekkinum: 90.000 míkrógrömmVið gosstöðvarnar: 130.000 míkrógrömm
Fréttir af flugi Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Sjá meira