Fótbolti

Strákarnir fengu að fara í skoðunarferð í dag

Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar
Strákarnir hafa æft stíft en fengu nú aðeins að slaka á.
Strákarnir hafa æft stíft en fengu nú aðeins að slaka á. vísir/frikki
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er búið að vera í Kasakstan síðan á þriðjudaginn en strákarnir hafa ekki séð mikið meira en hótelið og keppnisleikvanginn hingað til.

Það er nístingskuldi í Astana og ekki mikið spennandi að fara út. Strákarnir hafa því eytt mestum tíma inn á hótelinu sem þeir bera þó vel söguna.

„Það er annaðhvort verið að spila golf eða horfa á myndir. Við erum mikið að funda og svo er fín aðstaða hér á hótelinu til að fara í líkamræktina og spa. Dagarnir eru því ekkert lengi að líða," segir Alfreð Finnbogason um hótellífið út í Kasakstan.

Liðið æfði snemma í dag og fór síðan seinni part dagsins í skoðunarferð um Astana sem er sérstök og skemmtileg borg þar sem hver byggingin á fætur öðrum fangar athygli manns.

„Maður er ekki mikið að fara út í kaffibolla í mínus tíu gráðum. Það er ekki að heilla mikið. Það verður gaman að skoða sig aðeins um í borginni. Ég hef heyrt að þetta sé falleg borg og við munum skoða okkur aðeins um í dag," sagði Alfreð.

Arkitektar hafa fengið leyfi til að nota hugmyndarflugið í hönnum bygginganna í borginni en rúmlega 800 hundruð þúsund manns búa í Astana sem hefur verið höfuðborg Kasakstan frá árinu 1997.

kazakhstan is a lovely place! @gylfisig22 @alfredfinnbogason

A photo posted by Johann Berg Gudmundsson (@johannbergg) on


Tengdar fréttir

Lars og Eiður ætla að enda ferilinn saman á EM

Lars Lagerbäck og Eiður Smári Guðjohnsen hafa talað saman um að enda saman glæsilega landsliðsferla sína á EM 2016 komist liðið þangað. Eiður Smári er kominn aftur inn í hópinn fyrir leik á móti Kasakstan.

Alfreð: Þetta mark mun gefa mér mikið

Alfreð Finnbogason opnaði markareikning sinn í spænsku úrvalsdeildinni í síðasta leiknum sínum með Real Sociedad fyrir landsliðsferðina til Kasakstan og hann segir markið gera honum gott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×