Innlent

Skólahaldi í FSU aflýst

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Boðið verður upp á aukaferðir með Strætó fyrir nemendur. Mynd úr safni.
Boðið verður upp á aukaferðir með Strætó fyrir nemendur. Mynd úr safni. Vísir/ÓKÁ
Skólahald í Fjölbrautarskólanum á Suðurlandi hefur verið fellt niður eftir hádegi vegna veðurs. Strætó verður með aukaferðir klukkan 13 í dag fyrir nemendur.



Er svona vont veður á Suðurlandi? „Það er að stefna í það. Veðrspáin segir það og þá verðum við í vandræðum með að koma krökkunum heim því að Strætó keyrir þá ekki í uppsveitirnar og Þorlákshöfn,“ segir Þórarinn Ingólfsson aðstoðarskólameistari.



Hann segir að í raun sé um fyrirbyggjandi aðgerðir að ræða. „Já þetta í er í raun til að við lendum ekki með hundrað og eitthvað nemendur fasta og komist ekki til síns heima.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×