Fótbolti

Rekstur knattspyrnufélags verður hluti af háskólamenntun

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/getty
Knattspyrnuliðið Colorado Rapids sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og viðskiptadeild Colorado Springs-háskólans hafa tekið saman höndum og bjóða nú upp á einstakt nám.

MLS-liðið og háskólinn bjóða nú upp á fyrstu háskólabrautina þar sem hægt er að ná sér í gráðu í rekstri knattspyrnufélags. Námið fer fram á heimavelli Colorado Rapids.

Þetta nýja nám hefst næsta haust, en þá verður 23 nemendum skólans boðið að skrá sig til leiks og læra inn á rekstur knattspyrnufélags.

Þar er farið yfir markaðshlutann, rafræna fjölmiðlun, miðasölu, söfnun styrktaraðila og daglegan rekstur.

Fótboltinn heldur áfram að ryðja sér til rúms í Bandaríkjunum en um síðustu helgi hófst 20. leiktíðin í MLS-deildinni. Tvö ný lið eru mætt til leiks og voru 62.500 manns mættir á völlinn til að sjá þau berjast í Orlando síðastliðinn sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×