Hanna Birna hyggst ekki mæta á fund þingnefndar Bjarki Ármannsson skrifar 16. mars 2015 18:17 Hanna Birna Kristjánsdóttir. Vísir/Vilhelm Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, hefur tjáð stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að hún hyggist ekki mæta á fund nefndarinnar til að greina frá sinni hlið lekamálsins og svara spurningum um það. Nefndin bauð Hönnu Birnu á sinn fund í janúar, í kjölfar þess að umboðsmaður Alþingis sagði samskipti hennar við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins „ósamrýmanleg“ stöðu hennar, en svar hennar barst ekki fyrr en í dag. Í bréfi Hönnu Birnu, sem fréttastofa RÚV birti fyrr í dag, kemur einnig fram að hún hyggst snúa aftur á Alþingi seinni hluta næsta mánaðar. Hún vísar til þess að hún hafi þegar svarað skriflegum fyrirspurnum umboðsmanns og að hún gegni ekki lengur embætti ráðherra. Hún vísar til þeirra upplýsinga og gagna sem þegar liggja fyrir í málinu og segist ekki óska eftir að koma frekari upplýsingum á framfæri.Sjá einnig: Hanna Birna setjist ekki aftur á þing „Rannsókn og saksókn umrædds máls lauk með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fyrrum aðstoðarmanni mínum í nóvember síðastliðnum,“ segir Hanna Birna í bréfi sínu, en Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, játaði í nóvember að hafa lekið persónuupplýsingum úr innanríkisráðuneytinu til fjölmiðla. Hanna Birna hefur ítrekað haldið því fram að hún hafi ekki vitað af broti Gísla Freys fyrr en hann játaði það. „Í það ár sem málið var til umræðu reyndi ég alltaf að svara spurningum um það í samræmi við þá vitneskju sem ég hafði á hverjum tíma,“ segir jafnframt í bréfinu, en fundarboð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var meðal annars sent vegna þess að þingmenn töldu fullyrðingar Hönnu Birnu um málið á Alþingi ekki standast. Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, segist ekki vilja tjá sig um svar ráðherrans fyrrverandi fyrr en eftir að nefndin hefur tekið það fyrir á fundi sínum í fyrramálið. Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00 Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18 Bíða enn eftir svari frá Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra hefur enn ekki svarað beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um að hún komi á fund nefndarinnar. 3. mars 2015 18:30 Bjarni um Hönnu Birnu: „Ég ber til hennar gott traust“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra eigi rétt á því að endurheimta traust þeirra sem kusu hana á þing. 26. janúar 2015 19:15 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, hefur tjáð stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að hún hyggist ekki mæta á fund nefndarinnar til að greina frá sinni hlið lekamálsins og svara spurningum um það. Nefndin bauð Hönnu Birnu á sinn fund í janúar, í kjölfar þess að umboðsmaður Alþingis sagði samskipti hennar við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins „ósamrýmanleg“ stöðu hennar, en svar hennar barst ekki fyrr en í dag. Í bréfi Hönnu Birnu, sem fréttastofa RÚV birti fyrr í dag, kemur einnig fram að hún hyggst snúa aftur á Alþingi seinni hluta næsta mánaðar. Hún vísar til þess að hún hafi þegar svarað skriflegum fyrirspurnum umboðsmanns og að hún gegni ekki lengur embætti ráðherra. Hún vísar til þeirra upplýsinga og gagna sem þegar liggja fyrir í málinu og segist ekki óska eftir að koma frekari upplýsingum á framfæri.Sjá einnig: Hanna Birna setjist ekki aftur á þing „Rannsókn og saksókn umrædds máls lauk með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fyrrum aðstoðarmanni mínum í nóvember síðastliðnum,“ segir Hanna Birna í bréfi sínu, en Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, játaði í nóvember að hafa lekið persónuupplýsingum úr innanríkisráðuneytinu til fjölmiðla. Hanna Birna hefur ítrekað haldið því fram að hún hafi ekki vitað af broti Gísla Freys fyrr en hann játaði það. „Í það ár sem málið var til umræðu reyndi ég alltaf að svara spurningum um það í samræmi við þá vitneskju sem ég hafði á hverjum tíma,“ segir jafnframt í bréfinu, en fundarboð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var meðal annars sent vegna þess að þingmenn töldu fullyrðingar Hönnu Birnu um málið á Alþingi ekki standast. Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, segist ekki vilja tjá sig um svar ráðherrans fyrrverandi fyrr en eftir að nefndin hefur tekið það fyrir á fundi sínum í fyrramálið.
Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00 Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18 Bíða enn eftir svari frá Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra hefur enn ekki svarað beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um að hún komi á fund nefndarinnar. 3. mars 2015 18:30 Bjarni um Hönnu Birnu: „Ég ber til hennar gott traust“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra eigi rétt á því að endurheimta traust þeirra sem kusu hana á þing. 26. janúar 2015 19:15 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00
Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18
Bíða enn eftir svari frá Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra hefur enn ekki svarað beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um að hún komi á fund nefndarinnar. 3. mars 2015 18:30
Bjarni um Hönnu Birnu: „Ég ber til hennar gott traust“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra eigi rétt á því að endurheimta traust þeirra sem kusu hana á þing. 26. janúar 2015 19:15
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30