Enski boltinn

Sonur Mourinho hraunar yfir stuðningsmenn Chelsea

Mourinho yngri fagnar hér með pabba sínum og leikmönnum félagsins er Chelsea vann deildabikarinn.
Mourinho yngri fagnar hér með pabba sínum og leikmönnum félagsins er Chelsea vann deildabikarinn. vísir/getty
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni og það virðist eiga ágætlega við í tilfelli sonar Jose Mourinho, stjóra Chelsea.

Hinn 15 ára gamli Jose Mario Mourinho virðist kunna að rífa kjaft rétt eins og pabbi sinn. Hann hellti sér yfir stuðningsmenn Chelsea á Instagram.

Stuðningsmennirnir bauluðu á Cesc Fabregas í leiknum gegn Southampton og Mourinho yngri segir að stuðningsmenn Chelsea séu þeir verstu í heimi.

„Fabregas átti ekki sinn besta leik en hélt áfram að berjast. Ég hef séð stuðningsmenn Chelsea haga sér illa en þetta er það versta. Þetta er til skammar og ég er sammála laginu um pabba minn þar sem fram kemur að þið séuð viðbjóður," skrifaði Mourinho yngri á Instagram.

Hann svaraði einnig fólki á Instagram og sagði þá meðal annars að starfsfólk Chelsea hataði stuðningsmennina og að ungir leikmenn liðsins væru ekki nógu góðir. Hann stærði sig einnig af því að vita meira en hinir.

Guttinn, sem er markvörður hjá Fulham, eyddi síðan Instagram-aðgangi sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×