Gufubað hefur góð áhrif á æðakerfið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2015 10:17 Sigurður Guðmundsson, læknir, segja að setja megi finnsku rannsóknina í samhengi við áhrif streitu á heilsuna. Vísir Ný finnsk rannsókn sem birtist í tímariti Bandarísku læknasamtakanna sýnir fram á samband gufubaða og tíðni kransæðasjúkdóma, og annarra hjarta-og æðasjúkdóma, í körlum á aldrinum 40-60 ára. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að því oftar sem mennirnir fóru í gufubað, og því lengur sem þeir voru þar inni, minnkuðu líkurnar á því að mennirnir dæju úr þessum sjúkdómum. Alls voru 2300 finnskir karlmenn skoðaðir, allir frá austurhluta Finnlands, þar sem kransæða-og hjartasjúkdómar eru einna tíðastir. „Því oftar sem menn fóru í saunu þeim mun betur gekk þeim. Það voru um 40-60% minni líkur á að menn dæju úr þessum sjúkdómum ef þeir fóru 4-7 sinnum í saunu á viku. Það er því greinilega mjög sterkt samband þarna á milli. Þá skiptir líka máli hvers lengi menn voru í saunu allt í allt yfir vikuna. Þeir sem voru minna en 11 mínútur fengu minnst út úr þessu en þeir sem voru lengur en 19 mínútur í heildina stóðu sig best og fengu mest út úr þessu,“ sagði Sigurður Guðmundsson, læknir, í Reykjavík síðdegis í gær um niðurstöður rannsóknarinnar. Sigurður sagði að það hefði verið vitað fyrir að heit böð hefðu almennt góð áhrif á blóðrásina. Síðan væri hægt að setja rannsóknina í samhengi við áhrif streitu á heilsu. Margar rannsóknir hefðu sýnt fram á að álag og streita eykur tíðni á kransæðasjúkdómum. Til að mynda jókst tíðni kransæðasjúkdóma verulega hjá íslenskum konum í vikunni sem hrunið varð 2008. „Það er því hægt að spekúlera í því að manni líður vel bara við það að fara í saunu. Menn slaka á, gleyma áhyggjum og amstri lífs. Það er alveg ljóst að það hefur áhrif á vellíðan og því fleiri þannig stundi sem menn eiga, það getur lengt og bætt líf. Svo fara menn væntanlega sjaldan einir í saunu, og maður er auðvitað manns gaman, og það eykur líka vellíðan.“ Hlusta má á viðtalið við Sigurð í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Braust inn í sundlaug og fór í gufubað Lögreglan handtók karlmann á þrítugsaldri á innbrotsstað í sundlaug í Hafnarfirði um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Hann var þar í mestu makindum í gufubaði þegar laganna verðir komu að honum. Ekki kemur fram hvort hann var undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, eða hvort hann hafi ætlað að stela einhverju í leiðinni. 2. janúar 2015 08:53 Vesturbæjarlaug er besta sundlaug á Íslandi Álitsgjafar Lífsins á Vísi hafa kveðið upp sinn dóm. 24. október 2014 11:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Ný finnsk rannsókn sem birtist í tímariti Bandarísku læknasamtakanna sýnir fram á samband gufubaða og tíðni kransæðasjúkdóma, og annarra hjarta-og æðasjúkdóma, í körlum á aldrinum 40-60 ára. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að því oftar sem mennirnir fóru í gufubað, og því lengur sem þeir voru þar inni, minnkuðu líkurnar á því að mennirnir dæju úr þessum sjúkdómum. Alls voru 2300 finnskir karlmenn skoðaðir, allir frá austurhluta Finnlands, þar sem kransæða-og hjartasjúkdómar eru einna tíðastir. „Því oftar sem menn fóru í saunu þeim mun betur gekk þeim. Það voru um 40-60% minni líkur á að menn dæju úr þessum sjúkdómum ef þeir fóru 4-7 sinnum í saunu á viku. Það er því greinilega mjög sterkt samband þarna á milli. Þá skiptir líka máli hvers lengi menn voru í saunu allt í allt yfir vikuna. Þeir sem voru minna en 11 mínútur fengu minnst út úr þessu en þeir sem voru lengur en 19 mínútur í heildina stóðu sig best og fengu mest út úr þessu,“ sagði Sigurður Guðmundsson, læknir, í Reykjavík síðdegis í gær um niðurstöður rannsóknarinnar. Sigurður sagði að það hefði verið vitað fyrir að heit böð hefðu almennt góð áhrif á blóðrásina. Síðan væri hægt að setja rannsóknina í samhengi við áhrif streitu á heilsu. Margar rannsóknir hefðu sýnt fram á að álag og streita eykur tíðni á kransæðasjúkdómum. Til að mynda jókst tíðni kransæðasjúkdóma verulega hjá íslenskum konum í vikunni sem hrunið varð 2008. „Það er því hægt að spekúlera í því að manni líður vel bara við það að fara í saunu. Menn slaka á, gleyma áhyggjum og amstri lífs. Það er alveg ljóst að það hefur áhrif á vellíðan og því fleiri þannig stundi sem menn eiga, það getur lengt og bætt líf. Svo fara menn væntanlega sjaldan einir í saunu, og maður er auðvitað manns gaman, og það eykur líka vellíðan.“ Hlusta má á viðtalið við Sigurð í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Braust inn í sundlaug og fór í gufubað Lögreglan handtók karlmann á þrítugsaldri á innbrotsstað í sundlaug í Hafnarfirði um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Hann var þar í mestu makindum í gufubaði þegar laganna verðir komu að honum. Ekki kemur fram hvort hann var undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, eða hvort hann hafi ætlað að stela einhverju í leiðinni. 2. janúar 2015 08:53 Vesturbæjarlaug er besta sundlaug á Íslandi Álitsgjafar Lífsins á Vísi hafa kveðið upp sinn dóm. 24. október 2014 11:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Braust inn í sundlaug og fór í gufubað Lögreglan handtók karlmann á þrítugsaldri á innbrotsstað í sundlaug í Hafnarfirði um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Hann var þar í mestu makindum í gufubaði þegar laganna verðir komu að honum. Ekki kemur fram hvort hann var undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, eða hvort hann hafi ætlað að stela einhverju í leiðinni. 2. janúar 2015 08:53
Vesturbæjarlaug er besta sundlaug á Íslandi Álitsgjafar Lífsins á Vísi hafa kveðið upp sinn dóm. 24. október 2014 11:45