Le Tissier spáir því að Liverpool endi á undan United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2015 10:15 Vísir/Getty Matt Le Tissier, fyrrum leikmaður Southampton og núverandi knattspyrnuspekingur hjá Sky Sports, var fenginn til þess að spá fyrir um hvaða lið munu enda í sjö efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni í vor. Öll liðin inn á topp sjö unnu leiki sína í vikunni og það er útlit fyrir spennandi keppni þótt að Chelsea sé í mjög góðri stöðu í toppsætinu. „Baráttan um efstu fjögur sætin er mjög jöfn og ég sé alveg fyrir mig að nokkur lið ættu enn möguleika fyrir lokaumferðina," sagði Matt Le Tissier í spá sinni á Sky Sports.1. sæti Chelsea „Ég sé engan fyrir mér ná Chelsea-liðinu úr þessu. Þeir eru of stöðugur til þess auk þess að vera með fimm stiga forskot og leik inni. City-liðið er ekki nógu gott til þess að ná þeim," sagði Matt Le Tissier.2. sæti Manchester City „Ég spáði þeim reyndar titlinum fyrir tímabilið en þeir hafa ekki verið nógu stöðugir. Þeir geta ekki náð Chelsea en eru hinsvegar nógu góðir til þess að halda hinum liðunum fyrir aftan sig," sagði Matt Le Tissier.3. sæti Arsenal „Þeir búa að reynslu Arsene Wenger um að vera alltaf meðal fjögurra efstu. Ég sé þá ná því einu sinni enn þótt að liðið sé ekki nógu gott til að berjast um titilinn," sagði Matt Le Tissier.4. sæti Liverpool „Liðið hans Brendan Rodgers er komið á gott skrið og ég tel að þeir muni hafa betur á móti United og Southampton í baráttunni um fjórða sætið. Það er ekkert lið í bestu deildum Evrópu búið að ná í fleiri stig á nýja árinu og sjálftraustið sem er komið inn í liðið ætti að hjálpa þeim að landa Meistaradeildarsætinu," sagði Matt Le Tissier.5. sæti Southampton „Eftir leikinn á móti Chelsea þá á Southampton átta leiki sem þeir eiga að geta unnið. Liðið var dauft í nokkrum leikjum en sigurinn í vikunni hjálpar liðinu mikið og nú fá þeir gott frí til þess að safna kröftum fyrir lokasprettinn," sagði Matt Le Tissier.6. sæti Manchester United „Þeir voru mjög heppnir á móti Newcastle og David de Gea hreinlega hélt þeim inn í leiknum. Það var mjög skrýtið hjá Louis van Gaal að tala um að þetta hefði verið besta frammistaða liðsins á útivelli. Ég tel að United endi neðar en Southampton og það er ekki síst byggt á þeim leikjum sem liðin eiga eftir. Þeir eiga eftir að mæta öllum liðunum inn á topp sjö fyrir utan Southampton," sagði Matt Le Tissier.7. sæti Tottenham „Þeir eiga eftir erfiða leiki og meira að segja útileikurinn á móti QPR í næstu umferð verður þeim erfiður. Þeir eiga eftir að fara í heimsókn til Manchester United og Southampton og ég þá ekki tryggja sér Meistaradeildarsætið í vor," sagði Matt Le Tissier. Það er annars hægt að sjá alla spá Matt Le Tissier hér. Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Sjá meira
Matt Le Tissier, fyrrum leikmaður Southampton og núverandi knattspyrnuspekingur hjá Sky Sports, var fenginn til þess að spá fyrir um hvaða lið munu enda í sjö efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni í vor. Öll liðin inn á topp sjö unnu leiki sína í vikunni og það er útlit fyrir spennandi keppni þótt að Chelsea sé í mjög góðri stöðu í toppsætinu. „Baráttan um efstu fjögur sætin er mjög jöfn og ég sé alveg fyrir mig að nokkur lið ættu enn möguleika fyrir lokaumferðina," sagði Matt Le Tissier í spá sinni á Sky Sports.1. sæti Chelsea „Ég sé engan fyrir mér ná Chelsea-liðinu úr þessu. Þeir eru of stöðugur til þess auk þess að vera með fimm stiga forskot og leik inni. City-liðið er ekki nógu gott til þess að ná þeim," sagði Matt Le Tissier.2. sæti Manchester City „Ég spáði þeim reyndar titlinum fyrir tímabilið en þeir hafa ekki verið nógu stöðugir. Þeir geta ekki náð Chelsea en eru hinsvegar nógu góðir til þess að halda hinum liðunum fyrir aftan sig," sagði Matt Le Tissier.3. sæti Arsenal „Þeir búa að reynslu Arsene Wenger um að vera alltaf meðal fjögurra efstu. Ég sé þá ná því einu sinni enn þótt að liðið sé ekki nógu gott til að berjast um titilinn," sagði Matt Le Tissier.4. sæti Liverpool „Liðið hans Brendan Rodgers er komið á gott skrið og ég tel að þeir muni hafa betur á móti United og Southampton í baráttunni um fjórða sætið. Það er ekkert lið í bestu deildum Evrópu búið að ná í fleiri stig á nýja árinu og sjálftraustið sem er komið inn í liðið ætti að hjálpa þeim að landa Meistaradeildarsætinu," sagði Matt Le Tissier.5. sæti Southampton „Eftir leikinn á móti Chelsea þá á Southampton átta leiki sem þeir eiga að geta unnið. Liðið var dauft í nokkrum leikjum en sigurinn í vikunni hjálpar liðinu mikið og nú fá þeir gott frí til þess að safna kröftum fyrir lokasprettinn," sagði Matt Le Tissier.6. sæti Manchester United „Þeir voru mjög heppnir á móti Newcastle og David de Gea hreinlega hélt þeim inn í leiknum. Það var mjög skrýtið hjá Louis van Gaal að tala um að þetta hefði verið besta frammistaða liðsins á útivelli. Ég tel að United endi neðar en Southampton og það er ekki síst byggt á þeim leikjum sem liðin eiga eftir. Þeir eiga eftir að mæta öllum liðunum inn á topp sjö fyrir utan Southampton," sagði Matt Le Tissier.7. sæti Tottenham „Þeir eiga eftir erfiða leiki og meira að segja útileikurinn á móti QPR í næstu umferð verður þeim erfiður. Þeir eiga eftir að fara í heimsókn til Manchester United og Southampton og ég þá ekki tryggja sér Meistaradeildarsætið í vor," sagði Matt Le Tissier. Það er annars hægt að sjá alla spá Matt Le Tissier hér.
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Sjá meira