Hæstiréttur staðfestir milljóna kröfur sjómanna Birgir Olgeirsson skrifar 6. mars 2015 14:38 Vísir/GVA Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær þrjá dóma þar sem útgerðir voru dæmdar til að greiða þremur sjómönnum vangreidd laun. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt útgerðina Lukku ehf. til að greiða skipstjóra og háseta sem voru á bátnum Narfa SU - 68, Stöðvarfirði, um nokkurra mánaða skeið milljónir króna vegna vangoldins aflahlutar. Skipstjórinn og hásetinn komust að því útgerðin hafði ekki miðað uppgjör launa þeirra við heildarverðmæti aflans heldur aðeins við 70 prósent aflaverðmætis. Töldu þeir enga stoð fyrir slíku, hvorki í lögum né kjarasamningi milli Sjómannasambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna annars vegar og Landssambands smábátaeigenda hins vegar um kaup og kjör á smábátum. Verðlagsstofa taldi að þar sem Narfi SU - 68 tilheyrði Landssambandi smábátaeigenda hefði Lukku ehf. ekki verið heimilt að draga 30 prósenta olíukostnað frá aflaverðmæti áður en til skipta kom og féllst Héraðsdómur Reykjaness á þau sjónarmið. Var Lukka því dæmd til að greiða skipstjóranum, sem var lögskráður á bátinn frá 22. júní árið 2012 til 26. febrúar árið 2013, tæpar þrjár milljónir í bætur auk dráttarvaxta en hásetinn, sem var lögskráður á bátinn 24. janúar árið 2012 til 6. febrúar árið 2013, fékk 1,5 milljónir króna auk dráttarvaxta. Þá staðfesti Hæstiréttur í gær einnig dóm Héraðsdóms Austurlands sem dæmdi Ölduós ehf. til að greiða skipverja á Dögg SU-118, sem er gerð út frá Stöðvarfirði, 1,5 milljónir króna auk dráttarvaxta en krafa skipverjans var sú sama og þeirra á Narfa SU-68. Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær þrjá dóma þar sem útgerðir voru dæmdar til að greiða þremur sjómönnum vangreidd laun. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt útgerðina Lukku ehf. til að greiða skipstjóra og háseta sem voru á bátnum Narfa SU - 68, Stöðvarfirði, um nokkurra mánaða skeið milljónir króna vegna vangoldins aflahlutar. Skipstjórinn og hásetinn komust að því útgerðin hafði ekki miðað uppgjör launa þeirra við heildarverðmæti aflans heldur aðeins við 70 prósent aflaverðmætis. Töldu þeir enga stoð fyrir slíku, hvorki í lögum né kjarasamningi milli Sjómannasambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna annars vegar og Landssambands smábátaeigenda hins vegar um kaup og kjör á smábátum. Verðlagsstofa taldi að þar sem Narfi SU - 68 tilheyrði Landssambandi smábátaeigenda hefði Lukku ehf. ekki verið heimilt að draga 30 prósenta olíukostnað frá aflaverðmæti áður en til skipta kom og féllst Héraðsdómur Reykjaness á þau sjónarmið. Var Lukka því dæmd til að greiða skipstjóranum, sem var lögskráður á bátinn frá 22. júní árið 2012 til 26. febrúar árið 2013, tæpar þrjár milljónir í bætur auk dráttarvaxta en hásetinn, sem var lögskráður á bátinn 24. janúar árið 2012 til 6. febrúar árið 2013, fékk 1,5 milljónir króna auk dráttarvaxta. Þá staðfesti Hæstiréttur í gær einnig dóm Héraðsdóms Austurlands sem dæmdi Ölduós ehf. til að greiða skipverja á Dögg SU-118, sem er gerð út frá Stöðvarfirði, 1,5 milljónir króna auk dráttarvaxta en krafa skipverjans var sú sama og þeirra á Narfa SU-68.
Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira