Fötluðum konum hættast við að verða fórnarlömb ofbeldis Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 8. mars 2015 18:23 María Þorleif Hreiðarsdóttir segist hafa verið beðin um að þegja yfir reynslu sinni. Fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en nokkur annar samfélagshópur samkvæmt tölum frá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur. Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Þroskahjálpar segist óttast að minnkandi kröfur um fagmennsku í þjónustu við fatlaða kunni að auka á vandann. María Þorleif Hreiðarsdóttir segir að fyrst nú sé farið að taka þessi mál alvarlega. Hún varð fyrir kynferðisofbeldi af hendi manns þegar hún starfaði á vernduðum vinnustað í Kópavogi fyrir rúmum 20 árum. Málið var aldrei kært til lögreglu. Hún lýsti þessari reynslu sinni í samtali við Stöð 2. Hún segir að sér hafi verið uppálagt að treysta manninum sem var um sextugt og starfaði sem leiðbeinandi á staðnum. Hún hafi orðið afar hrædd og hraðað sér heim án þess að stimpla sig út. Maðurinn hafi síðar gengið á hana og beðið hana um að þegja yfir reynslu sinni. Bryndís Snæbjörnsdóttir segir lítinn skilning á ofbeldi gegn fötluðum konum innan réttarkerfisins. Málum hafi verið vísað frá dómi þar sem þroskaskertar konur þyki ekki nógu trúverðugar, þar sem þær eigi erfitt með að henda reiður á tímasetningum. Það sé hinsvegar ekki metið, að þær eigi erfiðara með að spinna upp sögur. Hún segir að Þroskahjálp sé í samstarfi við innanríkisráðuneytið og dómstóla og hún eygi von um að ástandið fari að batna og miðað verði við að fullgilda 13 grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hún segir mikilvægt að aðgreina ekki fatlaða frá öðrum heldur tryggja eðlilega blöndun fatlaðra og ófatlaðra. Þá þurfi að fræða starfsfólk og fatlaða um áhrif kynferðisofbeldis og efla vald fatlaðra og ábyrgð á eigin lífi. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en nokkur annar samfélagshópur samkvæmt tölum frá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur. Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Þroskahjálpar segist óttast að minnkandi kröfur um fagmennsku í þjónustu við fatlaða kunni að auka á vandann. María Þorleif Hreiðarsdóttir segir að fyrst nú sé farið að taka þessi mál alvarlega. Hún varð fyrir kynferðisofbeldi af hendi manns þegar hún starfaði á vernduðum vinnustað í Kópavogi fyrir rúmum 20 árum. Málið var aldrei kært til lögreglu. Hún lýsti þessari reynslu sinni í samtali við Stöð 2. Hún segir að sér hafi verið uppálagt að treysta manninum sem var um sextugt og starfaði sem leiðbeinandi á staðnum. Hún hafi orðið afar hrædd og hraðað sér heim án þess að stimpla sig út. Maðurinn hafi síðar gengið á hana og beðið hana um að þegja yfir reynslu sinni. Bryndís Snæbjörnsdóttir segir lítinn skilning á ofbeldi gegn fötluðum konum innan réttarkerfisins. Málum hafi verið vísað frá dómi þar sem þroskaskertar konur þyki ekki nógu trúverðugar, þar sem þær eigi erfitt með að henda reiður á tímasetningum. Það sé hinsvegar ekki metið, að þær eigi erfiðara með að spinna upp sögur. Hún segir að Þroskahjálp sé í samstarfi við innanríkisráðuneytið og dómstóla og hún eygi von um að ástandið fari að batna og miðað verði við að fullgilda 13 grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hún segir mikilvægt að aðgreina ekki fatlaða frá öðrum heldur tryggja eðlilega blöndun fatlaðra og ófatlaðra. Þá þurfi að fræða starfsfólk og fatlaða um áhrif kynferðisofbeldis og efla vald fatlaðra og ábyrgð á eigin lífi.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira