Enski boltinn

Van Gaal: Þetta er eins og úrslitaleikur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Louis van Gaal er klár í slaginn.
Louis van Gaal er klár í slaginn. vísir/getty
Manchester United og Arsenal mætast í kvöld í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta, en sigurliðið kemst í undanúrslitin sem spiluð eru á Wembley.

Sjá einnig:Wenger aldrei unnið van Gaal

United hefur ekki unnið bikarinn síðan 2004 þegar liðið lagði Millwall í úrslitaleik en Arsenal er ríkjandi bikarmeistari eftir sigur á Hull í úrslitum í fyrra. Fyrir sigurinn á síðustu leiktíð hafði Arsenal unnið bikarinn síðast 2005.

„United og Arsenal eru í þriðja og fjórða sæti úrvalsdeildarinnar þannig þetta er næstum eins og úrslitaleikur. Þetta er stór stund fyrir bæði lið þannig vonandi getum við gefið stuðningsmönnunum frábæran leik,“ segir Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United.

Manchester United er ekki í Evrópukeppni og Arsenal er í slæmri stöðu í Meistaradeildinni eftir fyrri leikinn gegn Monaco. Hvorugt liðið á möguleika á enska meistaratitlinum og því líklegt að liðið sem tapi í kvöld verði titlalaust á tímabilinu.

„Maður getur sagst bara vera að sinna sínu starfi en það er ekki nóg. Maður vill vinna eitthvað. Þess vegna eru menn í þessu sem leikmenn og þjálfarar. Leikmennirnir vilja vinna titla rétt eins og þjálfararnir og stuðningsmennirnir,“ segir Van Gaal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×