Enski boltinn

Matic fékk rautt þegar Chelsea og Burnley skildu jöfn | Sjáðu mörkin og rauða spjaldið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ivanovic hefur verið iðinn við kolann að undanförnu.
Ivanovic hefur verið iðinn við kolann að undanförnu. vísir/getty
Burnley náði óvænt í stig þegar liðið sótti Chelsea heim á Stamford Bridge í dag.

Branislav Ivanovic kom Chelsea yfir á 8. mínútu eftir góðan undirbúning Edens Hazard. Þetta var fjórða mark Serbans í síðustu sex leikjum en hann hefur skorað sex mörk í öllum keppnum í vetur.

Landi hans, Nemanja Matic, fékk að líta rauða spjaldið á 70. mínútu fyrir að veitast að Ashley Barnes eftir að sá síðarnefndi hafði brotið á serbneska miðjumanninum.

Rauða spjaldið þýðir að Matic missir af úrslitaleik deildarbikarsins um næstu helgi, þar sem Chelsea mætir Tottenham á Wembley.

Lærisveinar José Mourinho eru með átta stiga forskot á toppi deildarinnar en Manchester City getur minnkað bilið niður í fimm stig með sigri á Newcastle United á eftir.

Vinstri bakvörðurinn Ben Mee tryggði Burnley stig þegar hann skallaði hornspyrnu hægri bakvarðarins, Kieran Trippier, framhjá Thibaut Courtois í marki Chelsea.

Burnley er í 18. sæti með 22 stig.

Chelsea 1-0 Burnley Rauða spjaldið á Matic Chelsea 1-1 Burnley



Fleiri fréttir

Sjá meira


×